Smittíðni á Spáni 16. desember 2021

European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC) heldur úti upplýsingavef um Covid-19 með gagnlegum upplýsingum fyrir fólk á faraldsfæti. Kortið var uppfært 16. desember 2021. Samkvæmt eftirfarandi töflu er nýgengi innanlandssmita á Íslandi 488 sem leiðir til þess að landið er rautt en ekki lengur dökkrautt. Ísland var sett inn í töfluna til samanburðar við sjálfstjórnarhéruð Spánar. Þrettán sjálfstjórnarhéraða Spánar mælast núna með lægri smittíðni en Ísland og prósentuhlutfall jákvæðra sýna er alls staðar hátt.

Rauð jól eða dökkrauð

Ekkert sjálfstjórnarhéraða Spánar er appelsínugult eða grænt og stefnir því í rauð jól, jafnvel dökkrauð. Smit hafa aukist aðeins í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu og á Kanaríeyjum. Sex sjálfstjórnarhéraðanna er núna með fleiri smit en Ísland. Heilt yfir þá hafa smittölurnar verið á uppleið. Það hefur leitt til harðari smitvarna t.d. í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu þar sem bóluefnapassinn hefur verið tekinn í notkun á veitingahúsum hafi þeir leyfi fyrir 50 manns eða fleiri.

Hægt er að sækja bóluefnapassann rafrænt og svo er hægt að nálgast hér app til að hlaða niður á símann og athuga hvort hann sé í gildi eður ei.


Sjálfstjórnarhérað 14 daga smittíðni %-hlutfall jákvæðra sýna Litur
Comunidad Foral de Navarra 1213 21,66 Dökkrautt
País Vasco 921 21,81 Dökkrautt
Aragón 716 23,94 Dökkrautt
Ciudad de Melilla 529 18,19 Dökkrautt
Castilla y León 524 18,09 Dökkrautt
Principado de Asturias 515 13,22 Dökkrautt
Ísland/Iceland 488 3,75 Rautt
Cataluña 465 11,13 Rautt
Comunitat Valenciana 465 22,32 Rautt
Illes Balears 455 14,21 Rautt
La Rioja 426 13,37 Rautt
Galicia 412 11,22 Rautt
Región de Murcia 398 16,36 Rautt
Ciudad de Ceuta 378 6,80 Rautt
Cantabria 361 10,59 Rautt
Canarias 264 10,11 Rautt
Comunidad de Madrid 252 9,94 Rautt
Extremadura 219 8,00 Rautt
Castilla-La Mancha 197 12,26 Rautt
Andalucía 184 11,87 Rautt

Loading

Deila: