5G internet í háloftunum

Nú hillir undir 5G háhraða internet um borð í flugvélum. Það er nú þegar leyfilegt að nota internetið hjá sumum flugfélögum ef það er greitt fyrir það. Flugfélög í Evrópu munu fljótlega geta boðið háhraða internetþjónustu um borð í flugvélum sínum taki þau upp 5G tæknina. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðlagað samskiptalöggjöfina að nútímanum og því munu farþegar í flugi geta nýtt sér háhraða internet á ferðalögum sínum um háloftin innan skamms. Fyrir okkur flugfarþegana þýðir þetta að í náinni framtíð þurfum við ekki lengur að stilla símana okkar á Flugstillingu (Airplane mode eða Flight mode) heldur getum við haft ofan af fyrir okkur á meðan á flugi stendur hvort sem við viljum horfa á nýjasta þáttinn með Gísla Marteini eða senda sjálfsmyndir á Facebook-vegginn okkar.

BEINT FLUG

Loading

Deila: