Dularfulli pílagríminn

Á hverju kvöldi, í horni undir barokk-klukkuturninum á Plaza de la Quintana, í Santiago de Compostela (Coruña), birtist hokinn pílagrími.

Hann stendur þar, stór og mikill og klæðist hefðbundnum klæðnaði trúarlegs pílagríma: skikkju, breiðbrúnuðum hatti með deri miklu sem vörn fyrir regni, með hefðbundna hörpudiskskel, sem er tákn pílagrímans.

Við nánari athugun er pílagríminn ljósbragð – og óviljandi. – Líkami hans er skugginn sem stafar af eldingarstönginni í horninu og stafur hans er skugginn af stoðsúlunni í Berenguela klukkuturninum. Það er heilmikið af þessum ljósastöngum og hundruðum lóðréttra stoða í dómkirkjunni að utan, – en aðeins einn pílagrími.

Samkvæmt goðsögninni, var pílagríminn prestur á staðnum, sem hafði orðið ástfanginn af nunnu í klaustri San Paio, hinu megin við torgið. Þau hittust leynilega á hverju kvöldi og fóru um leynigöng undir Quintana, sem tengjast stiganum, í klaustrið að dómkirkjunni. Elskendurnir tveir ætluðu að flýja og hann lofaði að hitta hana á torginu klæddur sem pílagrími til að leyna því hver hann raunverulega var. – Á tilsettu kvöldi beið hann í skugganum, en hún kom aldrei. Síðan þá, kemur hann aftur á hverju kvöldi, í von um að sjá hana.

Að klæða sig sem pílagrími er gott dulargervi í borg sem sögulega hefur verið full með þeim. Pílagrímar hafa komið til Santiago de Compostela í meira en þúsund ár og gengið mílurnar frá Frakklandi um vel slitna leið Camino de Santiago. Þeir komu til að taka á móti blessunum og fyrirgefningu syndanna frá líki Jakobs postula, sem sagður er grafinn í dómkirkjunni.

Sagan um uppgötvun beina St. James (Sant-Iago) ber mikinn keim af miðaldaáhuga: Árið 813, þegar stærstur hluti Spánar var undir íslamskri stjórn, var einsetumaður með „himneskt ljós“ að leiðarljósi (Campus Stellae, eða reit stjarnanna í borgarheitinu), sem uppgötvaði hið áður óþekkta grafhýsi postulans, nokkuð, sem er með ólíkindum á norðurhluta Spánar. Biskupinn á þeim tíma ákvarðaði að beinin hefðu fundist árið 44 í ómönnuðum, stýrislausum bát í kjölfar afhöfðunar Jakobs í Palestínu. – Helgistaður, síðan kirkja, og loks dómkirkja, var reist yfir uppgötvunarstaðinn, og pílagrímsferðirnar hófust.

Til að sjá „pílagrímann“

Gengið er frá norðausturhorni dómkirkjubyggingarinnar í gegnum Plaza de la Quintana, í átt að framhlið dómkirkjunnar, ganga niður fyrsta stigann upp á stóra torgsvæðið.

Leitaðu að djúpa horninu á milli botns klukkuturnsins og Royal Door.

Pílagríminn er fyrir aftan eldingarsúluna eins og sjá má fleiri á einni myndinni.

 

Þýtt, endursagt og staðfært :

Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi FHS,
félags húseigenda á Spáni

www.fhs.is

Sjá fleiri myndir og staðsetningu :

https://www.eyeonspain.com/blogs/whosaidthat/19767/the-mysterious-pilgram.aspx

Deila: