Ertu með Whatsapp?

WhatsApp

Eitt það fyrsta sem nýbúar á Spáni verða að fá sér er samskiptaforritið Whatsapp. Án þess er næstum ómögulegt að ná sambandi við Spánverja.

Whatsapp er langvinsælasta samskiptaforritið á Spáni. Samkvæmt tölum frá 2019 þá notaði um 87% þjóðarinnar Whatsapp en aðeins 43% þjóðarinnar Facebook Messenger.

Mörg fyrirtæki og þjónustuaðilar á Spáni gefa aðeins upp Whatsapp möguleikann til þess að ná sambandi við sig, svo því fyrr sem fólk hleður grænu talblöðrunni niður í símann sinn þeim mun betur mun ganga að halda uppi samskiptum á Spáni. Til að mynda nota flestir íþróttahópar forritið og foreldraspjall í skólum fer fram í gegnum þetta forrit.

Eins og í Messenger, sem er mun vinsælla forrit á Íslandi, þá er hægt að skrifa, senda myndir og myndbönd, sem og hljóðskilaboð í Whatsapp.  Auk þess er hægt að búa þar til hópa og taka myndsspjall. Það kostar ekkert að nota Whatsapp en síminn þarf þó að vera nettengdur til þess að Whatsappið virki. Hér er hægt að nálgast forritið eða með því að smella á þessa mynd.

Smelltu á myndina.

Smelltu á myndina.


Höfundur: Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona og rithöfundur er einlægur aðdáandi kanarísku eyjanna. Hún  hefur skrifað handbók um búsetu á Spáni sem og ferðamannahandbækur um Tenerife og Gran Canaria.  Sjá nánar á www.lifiderferdalag.is   

Loading

Deila: