Setrið – Félagsheimili Íslendinga á Spáni


Setrið, félagsmiðstöð Íslendingafélagsins, er opið kl. 13-16 þriðjudaga og fimmtudaga. Kaffi, kleinur og annað góðgæti selt gegn vægu verði. 

 

Um Íslendingafélagið á Spáni 2017-2021

Íslendingafélagið á Spáni stofnað

Í nóvember 2017 var Íslendingafélagið stofnað og eins og segir í lögum félagsins sem voru samþykkt á stofnfundi: “Tilgangur félagsins er að gefa Íslendingum á Spáni tækifæri til að hittast, hafa gaman að og fræða hvort annað.” Þetta hefur stjórn félagsins reynt að hafa að leiðarljósi og mun halda áfram á þeirri braut eins og hægt er framvegis. Allt fór rólega af stað hjá okkur en við náðum að halda jólahlaðborð í byrjun desember 2017 í Torrevieja og var það velheppnað.

Starfsemin 2018

Í janúar 2018, þann sextánda, var opnuð skrifstofa hjá Manuel sem nú er ræðismaður Íslands hér og var aðsetur okkar þar uns við tókum Setrið á leigu. Í febrúar vorum við með þorrablót og í mars var farið í óvissuferð til Novelda. Í apríl var haldin árshátíð á Cap Negret hótelinu í Altea, þar sem Sigga og Grétar voru fengin frá Íslandi til að sjá um dansinn. Sumarið 2018 var rólegt hjá stjórninni en í maí kom Reynir Traustason og las úr bók sinni á sundlaugarbarnum. Einnig var haldið minigolfmót á sundlaugarbarnum í maí. En kraftur var settur í starfið í september og þá var farið í óvissuferð til Santuario og Calasparra. Í september var einnig haustfagnaður og ball á Sunrise. Í október sáum við um ball á Sunrise sem Sigga Beinteins og Grétar héldu. Í nóvember var farið í dagsferð til Alicante. Desember byrjaði með ferð í Ikea og um miðjan desember var haldin vel sótt jólagleði á Sunrise veitingastaðnum.

Starfsemin 2019

Árið 2019 byrjaði á fótboltaferð til La Manga og í febrúar var ferð til Cartagena sem endaði með tapas og öðrum veitingum í San Pedro del Pinatar. Í mars var haldið þorrablót á Los Nordicos þar sem margir mættu og skemmtu sér vel. Í mars var farin ferð til Murcia og bátsferð til Tabarca var farin í apríl og endaði hún með veitingum í Los Nordicos. Árshátíð var haldin á San Juanhótelinu í Alicante í apríl.   17 júní stóðum við fyrir smáfagnaði á Los Nordicos með trúð og einhverju sprelli og pulsum. Í ágúst var Setrið tekið á leigu og var mikil vinna við og mikið um að vera þær vikurnar. Í september var farið til Guadalest og að Algar fossunum, tvisvar sinnum, og í mótorhjólasafn sem er þar nærri. Í október var boðið upp á ball í Setrinu og einnig var farið í óvissuferð til Cuera de san Pascual og Novelda. Í nóvember var ball í Setrinu og svo haustfagnaður í kastalanum í San Miguel. Í desember var boðið í ferð til Ikea og í skötuveislu sem tók tvö kvöld og árið endaði með jólagleði í kastalanum.

Starfsemin 2020

Árið 2020 hófst með látum enda ekkert Covid byrjað. Það var farið í dagsferð til Villajoyosa í janúar og í febrúar var dagsferð til Aguilas. Einnig var farið í Pulpi hellana sem er gömul silfurnáma. Það var ball í Setrinu í febrúar sem var vel sótt. Einnig var í febrúar haldið þorrablót og vegna mikillar aðsóknar varð að deila því á þrjú kvöld, í röð. Síðasti viðburður fyrir Covid var í mars, vínsmökkunarferð til Pinoso.

Takmarkanir á ferðafrelsi

Það var góð þátttaka í öllum ferðum og á öllum viðburðum þetta tímabil. Nú hafa takmarkanir á ferðafrelsi sett okkur mark í rúmt ár en við erum tilbúin um leið og færi gefst til að byrja að nýju. Það eina sem við höfum mátt gera er að hafa Setrið opið tvisvar í viku. Þar hafa margir mætt og gert okkur kleift að halda húsnæðinu þar. Þegar allt verður orðið eðlilegt þá fer meiri starfsemi í gang í Setrinu, eins og t.d. spil, söngur, böll og fleira til gamans.   Þess má geta í lokin að öll starfsemi Íslendingafélagsins er unnin í sjálfboðavinnu.

Gagnlegt? Deila með vinum.
 • 00

  dagar

 • 00

  hours

 • 00

  minutes

 • 00

  seconds

Dagsetning

16 ágú 2022

Tími

13:00 - 16:00
Setrið

Staðsetning

Setrið
C. Isla Formentera, 4, 03189 Orihuela, Alicante
Flokkar

Veðrið í dag

Sunny
Sunny
31 °C
Humidity: 43 %
QR Code