Facebook-reikningurinn hakkaður?

Þessi skilaboð eru send af hökkuðum reikningum í Facebook Messenger og fólk er enn að falla fyrir þeim.

Ef þú heldur að Facebook-reikningurinn þinn hafi verið hakkaður og tekinn yfir, ættir þú að fara á þessa síðu til að tryggja reikninginn þinn. Þú munt verða beðinn um að breyta lykilorðinu þínu og skoða nýlega innskráningarvirkni.

Hugsanlega hefur verið brotist inn á reikninginn þinn ef þú tekur eftir:

  • Netfangið þitt eða lykilorð hefur breyst.
  • Nafnið þitt eða afmælisdagurinn hefur breyst.
  • Vinabeiðnir hafa verið sendar til fólks sem þú þekkir ekki.
  • Skilaboð hafa verið send sem þú skrifaðir ekki.
  • Færslur eða auglýsingar hafa verið gerðar sem þú skrifaðir ekki

Þú getur líka skoðað þessi verkfæri og ábendingar til að halda reikningnum þínum öruggum. Þú gætir líka viljað læra hvernig á að verja sig gegn skaðlegum hugbúnaði sem getur hugsanlega stofnað reikningnum þínum í hættu.

Athugið! Ef netfangið sem tengist Facebook reikningnum þínum hefur breyst geturðu ógilt breytinguna. Þegar tölvupósti er breytt sendum við skilaboð á fyrri tölvupóstreikning með sérstökum hlekk. Þú getur smellt á þennan hlekk til að nota fyrra netfangið áfram og tryggt þannig reikninginn.

Nánari upplýsingar eru í greininni Hakkaður sem var skrifuð 3. október síðastliðinn.

Ath!

Þið getið smellt á Facebook-myndina af ykkur í hægra horninu efst og valið þar Settings & privacy –> Settings –> Security and login og þar er kafli sem heitir ‘Where you’re logged in‘ og þar geturðu smellt á ‘See all’. Ef þú kannast ekki við einhverja virknina þá geturðu farið í þrípunktinn og ýtt á ‘Log out’ takkann. Þú getur líka valið ‘LOG OUT OF ALL SESSIONS’ en skoðaðu þetta fyrst til að athuga hvort þú kannist ekki við eitthvað af þessum tengingum.

Loading

Deila: