Fylgstu með flugi frá KEF

Isavia er með eitt öflugasta upplýsingakerfið fyrir bæði brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli og víðar. Sértu farþegi á leiðinni til útlanda eða heim, eða að þú hafir tekið að þér að sækja einhvern á völlinn að þá er ráðlegast að skrá sig fyrir tilkynningum úr þessu kerfi.

Öll flugfélög skrifa tilkynningar sínar inn í þetta kerfi en senda síður tilkynningar á netfangið þitt eða tilkynna þetta á heimasíðum sínum. Algengt er að tilkynningar sendar frá flugfélögum á netföng lendi í ruslpósti vegna hertrar flokkunar póstþjóna og því er full ástæða til að nýta sér þetta kerfi.

Hér er vídeó um hvernig maður skráir sig fyrir tilkynningum vegna brottfara frá KEF (til Alicante í þessu tilviki).

Svona færðu tilkynningar:

  1. Gúgglar „Keflavíkurflugvöllur“
  2. Velur „Komur“ eða „Brottfarir“
  3. Velur dagsetningu
  4. Velur hvert eða hvaðan flogið er
  5. Velur flugið
  6. Velur hvernig þú vilt fá tilkynningar

Persónulega finnst mér best að fá þetta sent í Messenger en aðrir möguleikar eru að fá þetta á Twitter, eða netfang.

Loading

Deila: