Hakkaður?

Það er best að taka það fram að ég var ekki hakkaður. En margir hafa verið það undanfarið. Hakkið er í raun og veru af einföldustu gerð. „Vinur þinn á Facebook“ sendir þér einkaskilaboð þar sem hann biður um símanúmerið þitt. og svo koma skilaboð um eitthvað sem gæti þótt bæði traustsins vert og spennandi. Dæmi:

Hakkarinn pantaði þennan kóða með því að þykjast hafa týnt lykilorðinu að reikningnum þínum. Þessi 8 stafa kóði er sendur frá Facebook og það má alls ekki senda hann frá sér því þá getur hakkarinn staðfest nýtt lykilorð að reikningi þínum og þú missir um leið aðganginn að öllu þínu hjá Facebook.

Gerðu eins og hakkarinn!

En hakkarinn gæti fallið á eigin bragði og því er mögulegt að ná yfirráðum yfir reikningnum aftur með því að nota sömu aðferð og hann. Munurinn er sá að þú ert ennþá með netföngin þín og símanúmer og hefur jafnvel tryggt aðganginn betur með auðkennisappi eða með því að senda Facebook afrit af vegabréfinu þínu eða ökuskírteini til að sanna á þér deili síðar meir. Munurinn á þér og hakkaranum er að hann platar fólk. Þú þarft þess ekki.

Hér er farið yfir þetta skref fyrir skref. Best er að setjast við tölvu þegar farið er í gegnum þennan feril og hafa símann hjá sér.

1. Farðu inn á facebook.com og þá sérðu þessa valmynd. Fyrir neðan bláa takkann stendur ‘Forgot password?’ og þú ýtir á hann. Þessi valmynd getur verið á t.d. Íslensku. Þú þarft ekki að skrifa neitt í reitina fyrir netfang eða síma og lykilorð.

2. Hérna skrifarðu inn annað hvort netfangið þitt eða símanúmer. Ef þú skrifar símanúmerið hafðu þá 00354 fyrir framan ef það á við.

Þá færðu þá möguleika sem eru í boði. Hafirðu Google reikning þá er einfaldast að nota hann. Myndin sýnir merkingu við netfangið en það er líka hægt að senda á símanúerið.

Hafirðu valið netfang eða símanúmer þá þarftu að slá inn 6 talna kóða sem Facebook sendir þér.

Þá er að velja nýtt lykorð.

Facebook staðfestir lykorðabreytinguna ef þú hefur ekki valið flóknari aðferð til að gera grein fyrir þér, þ.e. í gegnum auðkennisapp, eða með því að senda þeim nýja mynd af ökuskírteini eða vegabréfi.

Núna ættirðu að hafa endurheimt reikninginn. Mundu bara að senda þennan kóða aldrei frá þér.

Ef þetta dugar ekki þá þarftu að fara í gegnum https://facebook/hacked.

Svo geturðu deilt þessu með vinum þínum sem þú veist að hafa verið hakkaðir…bara ekki á hakkaða reikninginn þeirra. 🙂

Loading

Deila: