Hvar er ég á kjörskrá?

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í Alþingiskosningunum 2021. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, þann 21. ágúst 2021. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Deila: