IPTV stríð?

Hérna á Spáni hafa Íslendingar stofnað IPTV þjónustur og selt áskriftir til Íslendinga á allar Íslensku sjónvarpsstöðvarnar ásamt urmul af öðru efni fyrir ‘slikk’. Odin Telecom reið á vaðið um daginn með eftirfarandi tilkynningu og hún vakti forvitni mína þar sem Odin Telecom sór af sér gamla auðkennið sem þeir störfuðu áður undir vegna áætlaðrar bilunar hjá thoriptv.com. Þeir gátu þess einnig að iptv-ice.com þjónustan lægi niðri. Út af leiðtogafundi Evrópuráðsins datt manni helst í hug að um netárásir hafi verið að ræða en við nánari athugun kom í ljós að svo var ekki. Þetta er stríð!

Nokkrir keyptu svona áskriftarpakka af útlendingum og gerðust svo endursöluaðilar að þeim. Íslenskir kaupendur voru í byrjun fáir þar sem íslenska sjónvarpið vantaði. Með því að bæta þeim við þessa áskriftarpakka að þá voru þeir komnir með endursöluvöru sem hugnaðist Íslendingum og þá sérstaklega verðið.

Ég prófaði nokkrar svona þjónustur, sumar íslenskar, sumar breskar en fannst það ekki breyta neinu, serverarnir þeirra allra þoldu illa álagið og kom það fram í hiksti á myndskeiðum og fleiru þannig að ég gafst upp. Í danmörku voru t.d. gæði útsendingarinnar hörmung en ég prófaði aldrei Ísland.

Odin Telecom hafði boðið fullan íslenskan sjónvarpspakka nokkrum dögum áður á einni Íslendingagrúppunni á Facebook og tímaflakkið hafði bæst við. Ekki er gert ráð fyrir að þeir auglýsi ‘fullan íslenskan sjónvarpspakka’ á heimasíðu sinni á næstunni vegna stríðsins.

Odin Telecom auglýsir ekki íslenskt sjónvarp á heimasíðu sinni

Eigendur iptv-ice.com lokuðu heimasíðu sinni og opnuðu nýja

thoriptv.com felur sig á Facebook

Hvers vegna þetta brölt?

Þessi endursala og dreifing á Íslensku sjónvarpsefni er kolólögleg. Það er ástæðan.

Fyrir 25 þúsund fæst 3ja ára áskrift hjá thoriptv.com fyrir allar Íslensku stöðvarnar auk þúsunda annarra en aðeins 5 mánuðir hjá Stöð 2+ hjá Sýn. Sýn borgar allan brúsann fyrir sýningarréttinn en thoriptv borgar aðeins klink fyrir áskriftarpakkann sinn í endursölu. Það kæmi mér ekki á óvart að rétthafar, einn eða fleiri, hafi hótað þeim lögsókn og það sé raunverulega ástæðan fyrir þessu brölti.

Stríðsmyndin

Stefnt fyrir ólöglega háttsemi.

Sýn segir að Jón Einar hafi valdið efnishöfundum, íslenskum og erlendum sjónvarpsstöðvum og öðrum rétthöfum verkanna verulegum fjárhagslegum skaða með ólöglegu framferði sínu en hann hafi framið skýlaust brot gegn höfundarréttarlögum.

Úr stefnunni.

Sýn kastar steinum úr glerhýsi

Sýn hefur gefið út Stöðvar 2 appið, ágætis app þar sem menn geta horft á alla dagskrá RÚV óbrenglaða innan Evrópu án áskriftar. Þetta fer gegn sömu höfundarréttarlögum sem þeir vilja núna nýta sér til að passa upp á áskriftartekjur sínar. Það er því óhætt að segja að Sýn kasti hérna steinum úr glerhýsi.

Sigrar réttlætið?

Ég reikna ekki með því frekar en fyrri daginn. En ef ég væri í dómarasætinu þá myndi ég vísa málinu frá vegna þess að Sýn brýtur þau sömu lög og þeir vilja núna nota til að vernda áskriftartekjur sínar.

Loading

Deila: