CIF, NIF, DNI OG NIE

CIF (Certificado de Identidad Fiscal) var skattauðkenni fyrir öll spænsk fyrirtæki til ársins 2008. Hún var bókstafur fremst svo átta tölustafir. Bókstafurinn var tákn fyrir hvers konar fyrirtæki var um að ræða, t.d. hlutafélag o.s.frv. CIF var líka VAT númer.

NIF (Numero de Identidad Fiscal) er kennitala skattsins fyrir spænska ríkisborgara og lögaðila. Hún samanstendur af spænskri kennitölu (DNI) auk bókstafs. Hún er átta tölustafir og tveir bókstafir.

DNI (Documento Nacional de Identidad) er opinbert skjal sem inniheldur persónugreinanleg gögn. Þekkt sem persónuskilríki.

NIE (Número de Identidad de Extranjero) er kennitala skattsins fyrir útlendinga og ríkisborgara annarra landa. Hún er, eins og flestir vita, samsett úr bókstaf, sjö tölustöfum og öðrum bókstaf í endann.

 

Þekktu muninn!

Sjá einnig https://kalli.is/umsokn-um-nie-ex-15/

Deila: