Nótt

Gullský glæst í förum.
Ganga inn í stjörnunótt.
Blær með blíðyrði á vörum.
Býður þeim góða nótt.
Andvarinn hvíslar orðum.
Elskuríkum sem forðum.
Að sofandi jarðar jóðum.
Og jurtum hjartagóðum.                                          

Hlynir höfðum fínum.
Halla að svartri nótt.
Grösin í sverði sínum
Sofa vært og rótt.
Andar friði úr firrð.
Fjöll halda sinni kyrrð.
Lækir líða um fljótt.
Læðast í grasi hljótt. 

Jörð dregur anda djúpt.
Dögg sig náttar og ljúft.
Dalur drekkur sitt full.
Fyrr dögun kemur með gull.
Lauftré breiða sín blöð.
Blítt yfir skógar hlöð
Hljótt er í Skírisskóg.
Sköpunin öll í ró.

Sandur og sær í kyrrð.
Sitja, en stjarnafirrð,
sindrar á himni háum,
húmdökkum og bláum.
Værð gefi Guð og hljótt
um gróður, dýr og drótt.
Engla oss geymi gnótt.
Góða nótt, kæra nótt. 

                   Torrevieja 28 julí 2021.

Loading

Deila: