Samanburður á lyfjakostnaði í þremur löndum

Mörg okkar þekkjum þetta – fyrst nefrennsli og svo kemur hóstinn. Algengasta orsök hósta er kvef. Hósti er dæmigert merki um ertingu í öndunarfærum og með kvefi, flensu og öðrum öndunarfærasýkingum mynda lungun meira slím til að losna við óværuna. Oft verður slímið þó svo þykkt að erfitt er að hósta upp. Acetylcystein gerir slímið þynnra og auðveldara að hósta upp. Berkjubólga, lungnabólga, astmi og alvarlegri lungnasjúkdómar eins og langvinn lungnateppa getur einnig valdið hósta. Því ætti ekki að vera of lengi með hósta án þess að leita læknis.

Snúum okkur að verðsamanburði á milli landa. Ég gerði samanburð á kostnaði þessa lyfs í þremur löndum og taflan sýnir kostnaðinn í íslenskum krónum. Lyfið fæst án lyfseðils í öllum löndunum þremur.

Á Íslandi og í Danmörku fást 600 mg freyðitöflur frá Mucolysin® en á Spáni voru keyptar 600 mg Acetylcysteine Pensa freyðitöflur með sama innihaldsefni og styrkleika. 

Pakkningastærð –> 10 stk  20 stk 50 stk
Stykkjaverð á Íslandi 204,10 168,41 147,28
Stykkjaverð í Danmörku 147,61  121,80 106,52
Stykkjaverð á Spáni 39,81 32,85 28,73
Feitletruðu tölurnar sýna hvað hver freyðitafla kostar á Spáni og Íslandi. Ef sama skammtastærð (20 stk) væri til sölu í apótekinu á Íslandi og á Spáni þá þyrfti íslenski neytandinn að borga ríflega fimmfalt Spánarverð. En þar sem minnsta pakkningin var aðeins til sölu á Íslandi þá er munurinn ríflega sexfaldur. Gengið er út frá því að verðmunur á mismunandi pakkningum sé eins og í dönsku apóteki sem birtir verðið á netinu (https://www.apotekeren.dk/maerker/mucolysin).

Loading

Deila: