Samanburður tekna öryrkja á Íslandi og Spáni

Íslenskir öryrkjar sem búa einir og hafa engar aðrar tekjur en frá TR eru í tekjudálkinum Ísland. Ef þeir flytja til Spánar þá missa þeir bæði heimilisuppbót (547.376) og framfærsluuppbót (904.248) og fá þær tekjur sem eru sýndar hérna í seinni dálkunum tveimur. Þar eru tekjurnar samkvæmt reiknivél TR en skattarnir eru spænskir og umreiknaðir í krónur. Eins og gengi íslensku krónunnar hefur þróast að undanförnu þá ættu allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar erlendis að halda heimilisuppbót.

Í Reiknivél lífeyris 2021 í þessu dæmi þá er miðað við öryrkja sem varð öryrki 50 ára og hefur aldrei búið erlendis.

Gengið var 156,70 um síðustu áramót og er miðað við það hér.

Íslenskir öryrkjar án spænsks örorkumats Ísland Spánn ISK Spánn EUR
Árstekjur 4.231.536 3.385.994 21.608,13
Frádreginn skattur 1.297.236 506.368 3.231,45
Persónuafsláttur (Nýting skattkorts 100%) 609.504   869.685 5.550,00
Samtals árstekjur eftir skatt 3.437.028 2.879.626 18.376,68
Meðaltekjur á mánuði eftir skatt 286.419 239.969  1.531,39
Mimunur á mánuði   46.450
Ef 65 ára eða eldri
Íslenskir öryrkjar án spænsks örorkumats Ísland Spánn ISK Spánn EUR
Árstekjur 4.231.53 3.385.994 21.608,13
Frádreginn skattur 1.297.236 463.119 2.955,45
Persónuafsláttur (Nýting skattkorts 100%) 609.504   1.049.890 6.700,00
Samtals árstekjur eftir skatt 3.437.028 2.922.875 18.652,68
Meðaltekjur á mánuði eftir skatt 286.419 243.573  1.554,39
  Mimunur á mánuði   42.846

Samkvæmt þessum töflum er tekjutapið eftir skatta 46.450 á mánuði eða 42.846 séu menn 65 ára eða eldri. Til þess að njóta lægra verðlags á Spáni að fullu þyrfti gengið á Íslensku krónunni gagnvart Evru að vera um það bil 135 krónur eða um 17% hagstæðara en það er um þessar mundir. Verðlag á Spáni er mun hagstæðara en á Íslandi og munar þar mestu um að íbúðarleiga á almennum markaði er um 70% ódýrari og matvæli um 50% ódýrari. Sjá nánar samanburð á verðlagi í Reykjavík og Torrevieja á https://www.numbeo.com/cost-of-living/compare_cities.jsp?country1=Iceland&country2=Spain&city1=Reykjavik&city2=Torrevieja

Hér er einnig nýleg grein í Fréttatímanum sem heitir Fátækt flóttafólk frá Íslandi – Íslendingar flýja okur og óstjórn og flytja til Spánar

Viljirðu slá inn þínar eigin forsendur þá er Reiknivél TR hér og svo er hægt að nálgast skattareiknivélina á Spáni hér.

Loading

Deila: