Sokkna þorpið í Katalóníu

Stundum koma gamlar rústir bara í veg fyrir framfarir nútímans. Þegar það gerist, er greinilega enginn annar kostur en að sökkva heilu þorpi, jafnvel þó það sé með hrífandi rómönskum rústum.

Á sjöunda áratugnum tóku stjórnvöld í Katalóníu þá ákvörðun að búa til lón á lóð San Romà de Sau, þorps, sem hafði verið til síðan árið 917, já, vel í þúsund ár.

Þvingað til að yfirgefa bæinn sinn, gerði fólkið sitt besta til að taka verðmæti sín og jafnvel grafa upp látna fyrir flóðið af mannavöldum. Þeir yfirgáfu beinagrind bæjar síns og héldu inn í land.

Eins og spáð var, drekkti tilurð lónsins litla þorpinu San Romà de Sau og fóru allar byggingar þess á kaf.

Hins vegar, þegar vatnsborð á svæðinu lækkar, kemur draugaþorpið fram, ógnvekjandi upp úr vatninu, auðkennt, með þriggja hæða kirkjunni í bænum.

Þrátt fyrir að hafa verið sökkt, þá eftir 50 ár, mun stolt spíra kirkjunnar í þorpinu samt einfaldlega ekki hverfa svo auðveldlega.

Þótt hann sé mjög lítill, og lónið hátt, sést ennþá rómanskur spíraður turn kirkjunnar upp úr vatnslóninu hvaðan sem er frá nærliggjandi hæðum. Á þurrkatímum kemur hinsvegar öll kirkjan fram á þurru landi.

Á einu af þurru tímabilunum sýndu yfirvöld þó þá viðleitni að styrkja leifarnar og kirkjan var styrkt með steypu. Þrátt fyrir að vera styrkt er kirkjan og umhverfi hennar takmörkuð gestum og hefur verið sett girðing í kringum hana, sem sekkur einnig með vatnsborðinu þegar vatnsborð er sem hæst.

Samhliða kirkjunni, koma aðrar rústir bæjarins, þar á meðal tómur kirkjugarður, og undirstöður annarra bygginga, upp á yfirborðið þegar lækkar í lóninu og eru rústirnar talvert heimsóttar af ferðamönnum.

Þýtt og endursagt :

Már Elison
Öryggis- og þjónustufulltrúi FHS, Félags húseigenda á Spáni
www.fhs.is

Fleiri myndir :
Sjá upprunalega grein úr EyeonSpain

https://www.eyeonspain.com/blogs/whosaidthat/20306/the-sunken-village.aspx

Staðsetning og upplýsingar :
https://www.google.com/search?q=San+Rom%C3%A0+de+Sau&oq=San+Rom%C3%A0+de+Sau&aqs=chrome..69i57j46i175i199j0i22i30j0i10i22i30.6359j0j1&sourceid=chrome&ie=UTF-8

Loading

Deila: