Sorgar- og missisráðgjöf

Sorgar- og missisráðgjöf

Ólöf Melkorka býr í Torrevieja á Spáni og er með sorgar- og missisráðgjöf.

Foreldrar, systkini og nánir aðstandendur þeirra sem eru fatlaðir, langveikir og dauðvona takast á við „lifandi missi“ á hverjum degi. Þetta á líka við um foreldra sem fá ekki lengur að vera í sambandi við börnin sín og barnabörn. „Lifandi missir“ er líka upplifun foreldra barna sem hafa týnst, horfið að heiman og aldrei fundist, ástvina sem hafa farist í slysförum og líkamsleifar þeirra aldrei fundist. „Lifandi missir“ er sorg sem skilur aldrei við mann, og hann krefst nýrrar nálgunar. Einstaklingar sem lifa með „lifandi missi“ upplifa oft að sorg þeirra eykst í stað þess að minnka.

Ólöf Melkorka er menntaður guðfræðingur frá Háskóla Íslands, sálgæslufræðingur og siðfræðingur, menntuð frá Utrecht University og Vrije Univeristy of Amsterdam, Hollandi, innan heilbrigðisgeirans, (spiritual care counsellor). Hún er utan kirkju en með víða lífskoðunarsýn og bindur sig ekki við eina kirkju eða ein trúarbrögð. Vegna reynslu sinnar hefur hún sérhæft sig í meðferð mæðra sem hafa eignast fyrirbura, hafa fatlast, verið langveik eða dáið. Einnig aðstoðar hún fólk sem hefur orðið fyrir heimilisofbeldi eða hefur að baki áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldis af hvaða toga sem er.

Ólöf Melkorka er búsett í Torrevieja á Spáni og heldur úti heimasíðu um þjónustu sína.
Hægt er að hafa samband við hana í síma +34 683 61 69 00 eða á netfangið info@melkorkasorgar-radgjof.eu

Mynd eftir Sebastian Voortman hjá Pexels
Deila: