Spænskan á íslensku

Google Chrome Language Settings

Það eru margir í vandræðum með að skoða spænskar vefsíður því þeir skilja ekki spænsku. Ég er einn af þeim sem vill helst lesa þær á íslensku og þarf kemur Google Chrome vafrinn til hjálpar.

Það er tiltölulega einfalt að stilla hann þannig að hann lesi spænskuna og sýni okkur íslenska þýðingu af henni. Þýðingin er ekki fullkomin en í flestum tilfellum dugar hún manni vel.

Það er byrjað á því að opna Google Chrome og fara í “þrípunktinn” sem er yfirleitt efst hægra megin eða ýta á þennan hlekk. Þá er eftirfarandi valið:

  1. Settings og þá birtist valmynd eins og er sýnd á myndinni
  2. Advanced flipinn er opnaður
  3. Language er valið
  4. Add language og íslenska valin úr löngum lista
  5. Tungumálið íslenska er sett efst í tungumálaröðina

Þá er eftirleikurinn auðveldur. Vinstra megin við stjörnuna ýtirðu á þýðingartáknið og velur að láta þýða spænsku alltaf yfir á íslensku.

Gangi þér vel.

Kalli

Deila: