Þarf ég alltaf að skrá mig inn þegar ég skoða kalli.is?
Hafirðu innskráð þig sem áskrifandi en þarft að gera það í hvert sinn sem þú ferð á nýja síðu eða ýtir á refresh að þá eru hér leiðbeiningar til að koma virkni vafra þíns í rétt horf.
Vefkökustillingar
Það er best að byrja á því að athuga vefkökustillingarnar í vafranum þínum og stilla hann þannig að hann leyfi „cookies“ frá þriðja aðila. Einnig þarf að heimila að minnsta kosti kjörstillingar á vefkökum síðunnar svo hún virki fyrir áskrifendur. Hafirðu ekki gert það þá er bóla neðst vinstra megin á síðunni þar sem þú getur breytt vefkökustillingum síðunnar. Áskriftarvefir sem þessir nota ýmsar viðbætur og vefkökur þeirra eru allar skilgreindar sem vefkökur frá þriðja aðila. Öllum vefsíðum er skylt að bjóða notendum sínum að stilla leyfðar vefkökur og því er það gert á kalli.is. Þú getur skoðað hvaða vefkökur eru virkar á Vefkökur.
Áskriftin virkar aðeins á einu tæki í einu. Þegar þú skráir þig inn á „nýtt“ tæki þá ertu útskráður sjálfvirkt á „gamla“ tækinu.
Geyma lykilorð
Með því að merkja við „Mundu mig“ þá fyllast bæði notandanafn og lykilorð út sjálfvirkt þegar komið er að vefnum eftir langt hlé.
Autofill þarf að vera virkt í vafranum sem þú notar ef þú merkir við „Mundu mig“.
Í Google Chrome er smellt á þrípunktinn í horninu efst hægra megin á skjánum. Þá er smellt á Settings í valmyndinni og Autofill valið. Þar er smellt á Passwords og þar á að vera hakað við Offer to save passwords.
Í Safari veljið Safari og Preferences og því næst Passwords. Úr listanum veljið website og fjarlægið „never saved“ sem þar er við hliðina.
Aðrir vafrar nota svipaðar stillingar til að virkja sjálfvirka útfyllingu á notandanafni og lykilorði.