Tekjuleysisvottorð á Spáni

Margur Íslendingurinn hefur fengið póst frá TR og/eða lífeyrissjóðum þar sem farið er fram á annaðhvort spænskt skattframtal eða tekjuleysisvottorð til að fá áframhaldandi greiðslur frá TR og/eða lífeyrissjóðum. Vottorð um tekjuleysi er frekar torsótt á skattstofum landsins. Lögfræðistofur sem hafa aðgang að skattskrá Spánar og getur því gefið út vottorð um tekjur eða tekjuleysi á Spáni gegn gjaldi. Sjálfsagt geta það fleiri sem hafa aðgang að skattskrá Spánar. Ábendingar eru vel þegnar.

Gögn sem þú þarft að sýna eru NIE vottorð ásamt vegabréfi.

NOVALEX – Legal and Fiscal
Calle Joaquín Chapaprieta 2, 2º, Ed. Torre Europa
03180 Torrevieja (Alicante, Spain)
Netfang: info@novalexspain.com
Sími: +34 96 572 72 95

Heimasíða: https://novalexspain.com/

Hef fengið ábendingar um að Már Elísson öryggisfulltúi FHS og Fríða Einarsdóttir geta aðstoðað Íslendinga við að verða sér úti um tekjuleysisvottorð og birti því nafnspjöld þeirra hér.

Loading

Deila: