Utankjörstaðakosning á Sundlaugarbarnum

Utankjörstaðakosning á Sundlaugarbarnum (Piscina Bar – Las Chismosas) föstudaginn 17. september 2021 frá kl. 12 til 14

Þegar þú mætir á Sundlaugarbarinn þá færðu afhent kjörgögn ásamt afgreiðslunúmeri og leiðbeiningum um hvernig kosningin fer fram.

Kjörgögnin eru:

  • Kjörseðill
  • Kjörseðilsumslag
  • Fylgibréf
  • Sendiumslag

Að lokinni kosningu er sendiumslögunum safnað saman og þau flutt með farþega til Íslands.

Munið að hafa með ykkur gild persónuskilríki. Þau eru:

  • Íslenskt vegabréf,
  • Íslenskt nafnskírteini eða
  • Íslenskt ökuskírteini

Starfsmaður kjörræðismanns staðfestir atkvæðagreiðsluna.

Kosningakaffi er í boði FHS, Félags húseigenda á Spáni. 

Deila: