Yfirgefnar bifreiðar – reglur einfaldaðar

Yfirgefnar bifreiðar á Spáni hafa löngum verið til vandræða sérstaklega á þjóðvegum en núna hefur regluverkið verið einfaldað. Reiknað er með að einfaldara regluverk leiði til þess að hægt verði að fjarlægja um 100.000 þúsund yfirgefin ökutæki.

Fram til þessa var regluverkið flókið og tók alltof langan tíma. Bifreiðarnar voru ýmist eyðilagðar en heillegum bifreiðum komið í opinbera eigu og í hendur löggæslunnar til notkunar í umferðareftirlit. DGT hefur gefið út nýjar og einfaldar reglur sem eru skýrar.

Ef bifreið er hirt af opinberum aðilum og eigandi hefur ekki gert athugasemdir innan tveggja mánaða þá eignast opinberi aðilinn eða förgunarstöðin bifreiðina.

  • Bifreið sem er lagt á sama stað í mánuð eða meira án þess að vera hreyfð verður eign förgunarstöðvar eða opinbers aðila sé hún hirt.
  • Bifreið sem er kyrrstæð í meira en mánuð vegna bilunar verður eign förgunarstöðvar eða opinbers aðila sé hún hirt.
  • Bifreið án skráningaplatna, kyrrstæð í meira en mánuð verður eign förgunarstöðvar eða opinbers aðila sé hún hirt.
  • Ef bifreið er tjónuð á einkalóð þá getur eigandi hennar farið fram á að hún sé hirt til þess að forðast sektir sem af henni geta stafað.
  • Sé bifreiðin á bílastæðaplani þá er hægt að fjarlægja hana eftir 6 mánuði hafi hennar ekki verið vitjað.
  • Sé bifreiðin á einkareknum vettvangi þá þarf að athuga hvort einhver ofangreind skilyrði eigi við áður en bifreið er fjarlægð.
  • Sé bifreiðin í bílastæðahúsi sem rekið er af nágrannasamfélagi að þá þarf að skoða reglur samfélagsins og meta hvort nágrönnum eða byggingunum stafi hætta af bifreiðinni.

Við ofangreindar reglur bætist svo við einn mánuður vegna tilkynningar til eigandans. Náist ekki í hann þá telst bifreiðin yfirgefin.

Loading

Deila: