Auðkennisappið

Nú getur þú virkjað rafrænu skilríkin þín hvar sem er í heiminum!

Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Appið er gjaldfrjálst og hægt að nota hvar sem er í heiminum, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfafgreiðslu – hvar sem er í heiminum!

Sjálfsafgreiðslan er framkvæmd með lífkennaupplýsingum og þarf viðkomandi að:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi
  • Hafa gilt íslenskt vegabréf

Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Play og virkjar rafræn skilríki með lífkennum á símanum þínum eða snjalltækinu.

Skilríki virkjuð með andlitsgreiningu

Í Auðkennisappinu getur þú virkjað skilríkin þín í sjálfafgreiðslu með lífkenni en þá er notast við andlitsgreiningu og íslenskt vegabréf. Þú þarft að hafa náð 18 ára aldri, hafa aðgang að snjalltæki sem styður NFC skönnun og íslenskt vegabréf.

Leiðbeiningar frá Auðkenni:

 

Hérna geturðu sótt appið fyrir símann þinn:

Loading

Deila: