Viltu flytja til Spánar?

Hafirðu hug á að flytja til Spánar en aldrei dvalið þar áður að þá er best að máta sig við Spán til að byrja með sem ferðamaður. Sumir gera það í stuttu fríi en mælt er með vetrarleigu í þrjá, sex og jafnvel níu mánuði. Hér eru fyrstu skrefin.

  • Taka húsnæði á leigu

Það er mikilvægast að tryggja sér húsnæði fyrir dvölina svo fólk eigi síður á hættu að lenda á vergangi eða búa inni á öðrum. Það gæti hæglega leitt til vináttuslita verði dvölin of löng. Það er því best að tryggja sér húsnæði þann tíma sem til stendur að verja á Spáni.

  • Evrópska sjúkratryggingakortið

Það þarf að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið sem útgefið er af Sjúkratryggingum Íslands og gegn framvísun þess og vegabréfs getur viðkomandi notið frírrar heilbrigðisþjónustu á Spáni sem ekki er hægt að fresta þar til viðkomandi snýr aftur til Íslands.

  • Ökuskírteini

Sértu með gamalt ökuskírteini þá er rétti tíminn til að endurnýja það áður en haldið er af stað. Ástæðan er að ökuskírteinið er samevrópskt og gildir í mest 15 ár frá útgáfudegi á Spáni. Það er minna vesen að endurnýja það fyrir brottför heima heldur en eftir flutning lögheimilisins úr landi til Spánar. Best er að vera með ökuskírteini sem gefið er út til sjötugs sértu orðinn 55 ára eða eldri.

  • Vegabréfið

Best er að vera með nýlega útgefið vegabréf til að losna við að standa í endurnýjun þess skömmu eftir komuna til Spánar. Því fleiri ár sem það gildir eftir áætlaða dvöl því betra. Best er að hafa það í gildi að minnsta kosti 2 til 3 ár eftir að áætluðum dvalartíma lýkur.

  • Bankakort

Það er líka réttast að athuga gildistíma bankakortanna og fá þau endurútgefin ef gildistími þeirra er of stuttur.

  • Kalli á Spáni

Kalli á Spáni birtir ýmislegt annað sem gagnast Íslendingum á Spáni. Ársáskriftin að https://kalli.is er 12 Evrur og ákrifendur hafa ótakmarkaðan aðgang að öllu meginefni vefsins.

Hvort sem þú vilt kíkja undir yfirborðið eða skoða úr fjarlægð þá eru hér gagnlegar upplýsingar.

Ein Evra á mánuði

Það er sama hvaða áskrift þú velur hún kostar aðeins eina Evru á mánuði

Áskrift – 1 ár

Aðgangur að öllu meginefni vefsins í 1 ár

Áskrift – 3 ár

Aðgangur að öllu meginefni vefsins í 3 ár

Áskrift fyrir lífstíð

Aðgangur að öllu meginefni vefsins fyrir lífstíð vefsins

Loading

Deila: