Bærinn á bjargbrúninni

CASTELLFOLLIT DE LA ROCA í Girona lítur út eins og bær sem var einu sinni eðlilegur í lögun en hefur verið teygður og kreistur eftir mjórri basaltmyndaðri klettaræmu í næstum kílómetra sem skagar út í töfrandi dal. Þetta er afleiðing af yfirborði tveggja hraunstrauma sem storknuðu og skópu þessa afar hörðu og óvenjulegu bergmyndun.

Fyrsta flæðið hefur verið dagsett 217.000 ár aftur í tímann. Það kemur frá Batet de la Serra, í Olot. Og það síðara, sem er 192.000 ára, er afleiðing eldgossins í San Juan Les Fonts. Húsunum er ýtt hættulega nærri brún 50 metra lóðrétts falls og vindur sig meðfram klettinum og horfir yfir sveitina og árnar sem liggja að bænum fyrir neðan.

Mörg hús og götur í miðbænum eru einnig byggð úr dökku eldfjallagrjóti sem setur stílbragð á bæinn. Aðalgata Castellfollit vindur um allan bæinn þröng, og þrýstir sér á milli húsa beggja vegna og þenur sig út til að vera áfram á klettasvæðinu.

Þröngar götur bæjarins hafa verið byggðar í yfir 1.000 ár og bera enn einkenni miðalda, þ.e. uppruna síns, og í miðbænum eru vellir sem víggirtu borgina í borgarastyrjöldinni. Þröngar götur bæjarins renna saman við gömlu kirkjuna í San Salvador, sem er staðsett á öðrum enda klettsins.

Hér er einnig gott sjónarhorn með stórkostlegu útsýni og maður getur greinilega séð og skilið stefnumótandi stöðu bæjarins. Kirkjan er frá 13. öld, þó að núverandi bygging hafi gengist undir nokkrar endurbætur. Hún var byggð í seinni endurreisnarstíl (Renaissance), hefur ferkantaðan bjölluturn með op á hverri hlið.

Klukkuturninn er umkringdur kúplum og skreyttur litlum pílárum/súlum. Í kirkjunni eru ennþá varðveittir ýmsar endurnýttir hlutir úr basalti og steindir rómanskir gluggar.

Hvað varðar innréttingu kirkjunnar í San Salvador, skal tekið fram að hún er nú notuð sem menningarmiðstöð þar sem sýndar eru tímabundnar sýningar.

Í Castellfollit de la Roca er einnig mögulegt að heimsækja Pylsusafnið (Museo del Embutido), sem var vígt árið 1993. – Þar er staðbundin sýning sem skýrir sögu kjötverndar. Þannig sýnir safnið verkfæri sem notuð eru til að búa til kjöt á mismunandi sögutímum, svo og gamlar ljósmyndir, gamlar vélar, skýringar á sláturferlinu o.fl.

Aðgangur að safninu er ókeypis og hægt er hægt að njóta smökkunar á sumum af dæmigerðustu afurðum svæðisins.

Báðum megin við klettinn fara fljótin Fluvià og Toronell við klettaberg bæjarins um eldfjallasvæðið í Garrotxa. –

Til að auka dramatíkina í landslaginu eru klettarnir upplýstir frá sólsetri til miðnættis í hálft ár, út árið.

Þýtt og endursagt úr „Eyeonspain“

Már Elison
öryggis- og þjónustufulltrúi FHS, Félags húseigenda á Spáni
www.fhs.is

Sjá einnig staðsetningu, grein og myndir nánar hér :
https://www.eyeonspain.com/blogs/bestofspain/20697/a-town-on-the-edge-of-the-abyss.aspx

Loading

Deila: