Hreinsun loftræstitækja

Man in Gray T-shirt Fixing the Aircon

Hreinsun loftræstitækja

Mikilvægt er að þrífa loftræstikerfi reglulega þar sem það hefur bein áhrif á heilsu manna og skilvirkni loftræstikerfisins. Loftræstitæki gegna mikilvægu hlutverki. Þau viðhalda loftgæðum innandyra og regluleg þrif eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir uppsöfnun ryks, myglu og annarra mengunarefna sem geta streymt um allt rýmið.

Óhreinsuð loftræstitæki geta orðið uppeldisstöð fyrir bakteríur og sveppagróður, sem geta leitt til öndunarerfiðleika og ofnæmisviðbragða. Þar að auki er óhrein loftræsting óhagkvæm við að kæla eða hita rýmið og leiðir til aukinnar orkunotkunar og hærri rafmagnsreikninga. Venjulegt viðhald, þar með talið hreinsun á síum, vafningum og loftopum, tryggir ekki aðeins langlífi tækisins heldur stuðlar að betri afköstum þess.

Hrein loftræsting bætir loftflæði, minnkar álagið á kerfið og eykur almenn þægindi innandyra. Í heimi sem glímir við umhverfisáskoranir er mikilvægt að viðhalda skilvirkni tækja eins og loftræstingar til að lágmarka orkunotkun og stuðla að heilbrigðara umhverfi, lækkað orkukostnað og auka þar með vellíðan.

Þú getur sjálfur þrifið eða skipt um síur og ættir að gera það á að minnsta kosti á eins til þriggja mánaða fresti, allt eftir aðstæðum og notkun.

Best er að fá fagmenn til að hreinsa loftræstitækin reglulega og fer tíðnin eftir tegund loftræstingar, notkunarmynstri og umhverfisaðstæðum. Hins vegar er almennt viðmið að skipuleggja slík þrif að minnsta kosti einu sinni á ári. Fyrir heimili með tvískiptum loftræstitækjum er árlegt viðhald oftast nóg. Hins vegar, ef þú býrð á svæði með miklum raka, ryki, eða mikilli notkun, geta tíðari þrif verið gagnleg. 

Ef leigt er eða keypt

Sértu að flytja inn í nýtt húsnæði að þá er eitt það fyrsta sem þú ættir að gera er að athuga fremstu síurnar í loftræstitækjunum. Séu þær ekki hreinar þá þarftu að skola úr þeim. Um leið er best að skoða hvort óhreinindi og sveppagróður hafi sest í elementin og á bakvið útblásturinn. Sértu að leigja að þá er full ástæða til að hafa samband við leigusalann til þess að fá fagmenn í þetta. Það er mjög algengt að leigusalar hirði ekki um loftræstitækin sín, hafi jafnvel ráðið fólk í þrif á milli leigjenda en það lítur aldrei á þessi tæki í sínum hefðbundnu þrifum. 

Hvernig fær maður fagmenn í verkið?

Ef þú þarft fagmann í verkið að þá er hægt að fara inn á Google og leitar þar að ‘aircon cleaning service near me’ og þá færðu lista yfir þá fagmenn sem eru í næsta nágrenni við þig.

Please accept preferences, statistics, marketing cookies to watch this video.
Myndskeiðið sýnir hvernig fagmaður ber sig að við þrif á loftræstitæki.

Loading

Deila: