Seinkun sunnudaginn 29. október 2023

Á hverju ári er klukkunni seinkað innan Evrópusambandsins á síðasta sunnudegi októbermánaðar. Í ár gerist það sunnudaginn 29. október. Þegar klukkan verður þrjú þá er henni seinkað til tvö. Ekkert aðildarríki Evrópusambandsins hefur lýst yfir vilja til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þessi samræmda tímaáætlun innan sambandsins tryggir eðlilega starfsemi innri markaðar þess og er talið mikilvægara að hann sé samræmdur en að fella niður sumartímann innan Evrópu.

Væri hann ekki samræmdur innan Evrópusambandsins þá gæti það haft í för með sér veruleg óþægindi og truflun fyrir bæði borgara og fyrirtæki innan þess.

Ísland tekur ekki þátt í þessum breytingum klukkunnar og situr því uppi með óþægindi og truflanir sem annars væri ekki til staðar – er allt árið á breskum tíma (GMT+0). Til dæmis eru fréttatímar Stöðvar 2 og RÚV sýndir að spænskum tíma tveimur klukkustundum síðar, kl. 20:30 (Stöð 2) og kl. 21:00 (RÚV) á sumrin. Það breytist sunnudaginn 29. október í kl. 19:30 (Stöð 2) og kl. 20:00 (RÚV) og er það vel.

Þessi seinkun tímans er yfirleitt sjálfvirk í símum og tölvum en gamaldags klukkur þarf að stilla helst áður en fólk fer að sofa aðfaranótt sunnudags.

Góðar stundir.

Loading

Deila: