Umsókn um örorkumat á Spáni

Umsókn um örorkumat

Til að geta nýtt þér skattaafslátt og þá þjónustu eða fríðindi sem eru í boði á Spáni þarftu að fylla út umsókn um örorkumat í gegnum spænska almannatryggingakerfið.
Nánari upplýsingar um skattaafsláttinn eru HÉR.
Fyrsti viðkomustaðurinn er heimilislæknirinn og heimsókn til félagsþjónustunnar í bænum þínum til að hjálpa þér með eyðublöðin og útskýra málsmeðferðina.
Vertu viðbúinn löngu ferli.

Umsókn um örorkumat á Spáni

Byrjaðu með félagsráðgjafa sem er líklega staðsettur í ráðhúsi staðarins. Ferlið er tímafrekt og vertu viðbúinn því að þurfa að afhenda öll skjöl og skýrslur um örorku þína. Til dæmis spítalaskýrslur, lista yfir lyf, skýrslu frá heimilislækni, nýjasta skattframtalið, NIE, ,,padrón og residencia“, svo eitthvað sé nefnt. Ferlið tekur venjulega um 6 mánuði þar til matið liggur fyrir. Niðurstaða matsins er hlutfallsleg fötlun. Ferlið er ítarlegt og þröskuldur hár, ólíkt því sem gerist á Íslandi. ¨

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Seguridad Social. Tengill HÉR á ensku.

P-merki á Spáni

Hafirðu þörf fyrir P-merki, stæðiskort fatlaðra, til að mega leggja í þeim stæðum sem eru frátekin fyrir fatlaða, þarftu að leita aftur til félagsþjónustunnar í bænum þínum og sækja um það þegar þú hefur fengið skírteini þitt með viðurkennda fötlun sem er metin meiri en 33% og hreyfigetan er skert.

Deila: