Viðskipti framvegis í heilum krónum

Samkvæmt leiðbeiningum frá Seðlabanka Íslands verða aukastafir felldir út fyrir ný viðskipti með íslenskar krónur (ISK). Semsagt aurarnir falla niður. Frá og með 14. apríl 2023 munu öll leiðandi debetkorta- og kreditkortakerfi skipta yfir í heiltölusnið. Við höfum reyndar átt því að venjast á Íslandi um langt skeið. Núna er komið að erlendu færsluhirðunum.Þetta verður í lagi hjá flestum þeirra.

Paypal?

PayPal mun loka fyrir greiðslur í íslenskum krónum á milli 14.–18. apríl 2023.

Ef þú ert með PayPal reikning og ert að reyna að greiða með kortinu þínu í íslenskum krónum þessa daga þá mun greiðslan mistakast. Notið aðra gjaldmiðla.

PayPal hefur tilkynnt að þeir muni hefja vinnslu á krónufærslum á ný þann 19. apríl 2023.

Eftir það ættu neytendur að vera meðvitaðir um að ef þeir eru að inna af hendi greiðslur með íslenskum gjaldmiðli verða aukastafir í hluta viðskiptaupphæða námundaðir að næstu mögulegu heiltöluupphæð.

Allar endurteknar greiðslur í íslenskum krónum munu einnig mistakast á þessu tímabili.

Frá og með 19. apríl 2023 ættu seljendur og söluaðilar sem taka við greiðslum í íslenskum krónum ekki að senda aukastaf í heimildarupphæðum. Ef það er sent mun PayPal námunda það að næsta mögulega tölustaf.

Áskrifendur kalli.is

Þetta gæti haft áhrif á nýja áskrifendur að kalli.is velji þeir að greiða með Paypal í íslenskum krónum.

Loading

Deila: