Aðeins 23 stundir í sólarhringnum 26. mars 2023

Nú er komið að því að við sem erum á Spáni flýtum klukkunni um eina klukkustund aðfararnótt sunnudagsins 26. mars 2023. Kanaríeyjar byrja fyrst og flýta klukkunni frá kl. 01:00 til 02:00. Allir aðrir á Spáni flýta klukkunni klukkustund síðar, eða frá kl. 02:00 til 03:00.

Venjan er að gera þetta síðasta sunnudag í mars og svo aftur er henni seinkað síðasta sunnudag í október hvert ár. Sunnudagur er venjulega frídagur fólks og því er minni hætta á því að fólk mæti of seint til vinnu á mánudagsmorgun. En þeir sem þurfa að vakna til vinnu þurfa að stilla vekjaraklukkuna sína á laugardeginum.

Loading

Deila: