Hitapanelar í stað gashitunar og aircon

Það hafa margir forvitnast um hitapanelana sem við settum upp í íbúðinni og það er sjálfsagt að svala forvitni áskrifenda.

Ég var með gasofn í sólstofunni í gangi frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin. Gasnotkunin var þrír 9 kg kútar á mánuði og kostuðu þeir 60 Evrur auk ferða. Í íbúðinni eru þrjú aircon og voru tvð þeirra alltaf í notkun en kveikt á þriðja eftir þörfum. Rafmagnsreikningur minn var að jafnaði 97 Evrur á mánuði allt árið. Kostnaður (með gashitun sólstofunnar) var því 157 Evrur á mánuði.

Slökkt var á aircon og í staðinn fyrir þennan eina gasofn setti ég upp fimm hitapanela sem líta svona út.

Frá vinstri: Sólstofa, stofa, borðstofa og þessir grænu eru tveir í svefnherbergjunum.

Tvo 500 watta (B60 x H60 cm og B60 x H80) og þrjá 700 watta (120 x 60 cm). Í svefnherbergjum eru þeir stilltir á 20 gráður Celsius, í stofu og sólstofu á 25 gráður og í borðstofu 23 gráður og eru þeir þannig stilltir allan sólarhringinn. Þeir eru líka allir nettengdir. Til að fylgjast með rafmagnsnotkuninni þá setti ég á tenglana nettengt millistykki svo ég geti fylgst með rafmagnsnotkuninni á hverjum panel og í heild.

Rafmagnsnotkunin hækkaði að sjálfsögðu við þetta. Reikningurinn fór úr 97 Evrum og stendur núna í 103 Evrum. Að vísu voru panelarnir ekki komnir inn að fullu en hækkunin má vera allt að 60 Evrur á mánuði bara vegna gasofnsins í sólstofunni.

Einn af fimm panelunum að hita. Hita- og rakastig sýnt í sólstofu og borðstofu.
Orkunotkun allra fimm panelana á sólarhring.

Helstu kostir

  • Ekkert aircon að blása rykögnum út í loftið innandyra
  • Þar sem slökkt er á aircon-tækjunum þá þarf ekki að þrífa loftsíurnar eins oft
  • Engar ferðir að sækja gas
  • Minni raki í sólstofu þar sem gasbrennslan myndar raka
  • Engin óþægindi vegna gasbruna, hvorki höfuðverkur né flökurleiki

Helstu gallar

  • Hækkaður rafmagnsreikningur

Kostnaðurinn

Hitapanelar

750

Hitamælar

057

Millistykki fyrir orkumælinu

120

Samtals

927

Að sjálfsögðu þarf að setja loftkælinguna í gang á sumrin því hitapanelarnir kæla ekkert.

Sjá einnig Gaseitrun á Spáni.

Deila: