Sveitarstjórnarkosningar á Spáni

Þann 28. maí 2023 verða haldnar sveitarstjórnar-kosningar víðsvegar um Spán.

Athygli er vakin á því að viljirðu kjósa í þessum kosningum þá þarftu að skrá þig á kjörskrá fyrir 15. janúar næstkomandi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.

Hverjir mega kjósa?

  • Spænskir ríkisborgarar
  • Ríkisborgarar Evrópusambandsins 
  • Ríkisborgarar utan ESB frá Bólivíu, Grænhöfðaeyjum, Kólumbíu, Kóreu, Chile, Ekvador, Íslandi, Noregi, Paragvæ, Perú, Breska konungsríkið, Trinidad og Tóbagó og Nýja-Sjáland

Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla til þess að kjósa?

  • Þarft að vera 18 ára eða eldri á kjördag
  • Þarft vottorð um réttarstöðu þína á Spáni
  • Kosningaréttur þinn ekki verið fjarlægður
  • Vertu búsettur á Spáni með núverandi heimilisfang skráð í því sveitarfélagi þar sem þú býrð
  • Lýstu yfir ásetningi þínum um að kjósa og skráðu þig á kjörskrá áður en fresturinn rennur út. 

Innritunarfrestir á kjörskrá

Innritunarfrestir á kjörskrá eru mismunandi fyrir íbúa ESB og fyrir íbúa landa með samkomulag við Spán:

  • Fyrir evrópska ríkisborgara er fresturinn til 30. janúar 2023
  • Umsóknir um skráningu á kjörskrá fyrir borgara landa með samkomulag við Spán er frá 1. desember 2022 til 15. janúar 2023. Sá frestur gildir um Ísland.

Ríkisborgarar landa utan ESB frá löndum með samkomulag við Spán verða að skrá sig á kjörskrá í hvert skipti sem þeir vilja nýta kosningarétt sinn í sveitarstjórnarkosningum. Til þess að nýta kosningaréttinn, að uppfylltum ofangreindum skilyrðum, þú þarftu að hafa verið búsettur á Spáni í 5 ár á kjördegi sértu Íslenskur ríkisborgari

Nánari upplýsingar fást á vefsíðunni https://votoresidentesalicante.com

Loading

Annað áhugavert efni:

Deila: