Heimsóknir á kalli.is

Til að svala forvitni fólks ákvað ég að birta tölur yfir heimsóknir á kalli.is undanfarnar vikur. Notendur eru bara einu sinni skráðir hvern dag og sömuleiðis síðurnar sem eru skoðaðar. VPN þjónarnir á Spáni voru færðir undir Spán til að gefa af þessu raunhæfa mynd. Rúmlega helmingur gesta vefsins eru frá Íslandi og innan við fjórðungur er staðsettur á Spáni þegar vefurinn er heimsóttur. Þeir sem eru á Spáni skoða eitthvað fleiri síður en þeir sem eru staddir á Íslandi.

Flestar tilvísanir á síðurnar eru frá Facebook og flestir þaðan skoða bara þá einu síðu sem vísað er á. Í gamni feitletraði ég nokkrar línur heimsókna frá öðrum ríkjum en Íslandi og Spáni en þær eru sjálfsagt vegna hakkara frekar en Íslendinga sem eru búsettir í þeim löndum.

Það skal tekið fram að langflestar heimsóknir hakkara eru kæfðar í fæðingu og því sjá þeir flestir aldrei vefinn vegna aðkeyptra varna. Það má því reikna með nokkurri vissu að 80% umferðarinnar á vefinn eru ekki hakkarar en þeir eigi allt að 20%. Þessar háu feitletruðu tölur eru eiginlega vegna nýgræðinga í hakki sem eru að leita að öryggisgöllum.

Sæti Land Gestir vefsins Síður skoðaðar Síður skoðaðar umfram eina (meðaltal)
1 Ísland 7.277 11.398 57%
2 Spánn með VPN þjónum 3.017 5.420 80%
3 Bandaríkin 1.245 2.545 104%
4 VPN þjónar á Spáni Settir á Spán Settir á Spán Settir á Spán
5 Búlgaría 435 1.221 181%
6 Rússland 363 809 123%
7 Þýskaland 215 359 67%
8 Kanada 172 262 52%
9 Bretland 129 586 354%
10 Noregur 123 185 50%
11 Frakkland 119 195 64%
12 Danmörk 113 208 84%
13 Tékkland 109 310 184%
14 Írland 106 106 0%
15 Rúmenía 75 115 53%
16 Svíþjóð 60 92 53%
17 Holland 44 78 77%
18 Lettland 28 49 75%
19 Sviss 23 43 87%
20 Austurríki 17 18 6%
Heimsóknir Síður skoðaðar Meðaltal
13.670 23.999 1,76

Loading

Deila: