Klukkunni flýtt 31. mars 2024

Nú er komið að því að við sem erum á Spáni flýtum klukkunni um eina klukkustund aðfararnótt sunnudagsins 31. mars 2024. Kanaríeyjar flýta klukkunni frá kl. 01:00 til 02:00. Allir aðrir á Spáni flýta klukkunni klukkustund síðar, eða frá kl. 02:00 til 03:00.

Sunnudagurinn 31. mars er því bara 23 stundir. Svo verður síðasti sunnudagurinn í október 25 stundir.

Sunnudagur er venjulega frídagur fólks og því er minni hætta á því að fólk mæti of seint til vinnu á mánudagsmorgni. En þeir sem þurfa að vakna til vinnu eða messu á sunnudegi þessum þurfa að endurstilla vekjaraklukkuna sína á laugardeginum.

Loading

Deila: