Bólusetning kemur ekki í veg fyrir smit

Bólusetningin kemur ekki í veg fyrir smit
Bólusetning kemur ekki í veg fyrir smit heldur virkar hún þannig að sjúkdómseinkenni Covid-19 verða vægari í allt að 95% tilfella. Bólusettir geta því smitast og smitað aðra.

Persónulegar smitvarnir

Aðrar persónulegar smitvarnir eins og fjarlægðarmörk, tíðir handþvottar og maskanotkun í nánd við aðra verða því áfram þær sóttvarnir sem skipta mestu máli til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Ef menn veikjast samt, ættu þeir bólusettu að fá vægari sjúkdómseinkenni en hinir. Að minnsta kosti allt að 95% þeirra.

Bólusetningarpassar

Til stendur að gefa út bólusetningarpassa en tilgangur þeirra er óljós. Ekki er það smitvörn fyrst bólusettir geta verið smitaðir og auðveldlega smitað aðra þótt þeir séu nánast einkennalausir sjálfir.

Næsta bylgja?

Hætt er við að bólusettir leggi niður sínar persónulegu sóttvarnir og komi af stað næstu smitbylgju.

Myndin er eftir Nataliya Vaitkevich hjá Pexels
Deila: