Í dag býður Spænska hornið ykkur upp á skemmtilega staðreynd frá Norður Spáni.
Hinn fallegi garður „Parque de la Alameda“ í Santiago de Compostela, á NV hluta Spánar, minnir á sveitabýli, – fast við miðbæinn, við 17. aldar barokk kapellu Santa Susana.
Það eru gróskumiklir garðar, samtals 5,61 hektarar, söguleg stytta, vönduð þrep og áberandi steinbekkur úr granít: „banco acústico“ sem geymir hundrað ára leyndarmál og hvísl elskenda.
Granítsætið er þekkt sem „bekkur hvíslunar“, eða stundum „elskhugabekkurinn“. Hálfhringlaga hönnun þess og stefna gefur bekknum óvenjulega hljóðmyndun.- Ef þú situr í öðrum endanum og leggur höfuðið upp að sætisbakinu og talar jafnvel í mýkstu tónum, þá nær rödd þín alla leið yfir í hinn enda – jafn há eða jafnvel hærri en hún byrjaði á, ef það er mögulegt ..!
Bekknum var bætt við í garðinn um 1916 og sérstaða hans vakti fljótlega áhuga hjónaleysa og/eða elskenda. Staðurinn varð sem sagt þekktur áfangastaður saklausra stefnumóta á Francoárunum þegar áhersla á stranga félagslega hegðun fólst í því að stjórna ungum ógiftum hjónum. – Að snertast á almannafæri, eða jafnvel tala, var í bága við reglurnar. Svo að benda á sakleysislega gönguferðar í garðinum, (þar sem félagi þinn var kannski „óvart“ líka að ganga), gæti endað með leynilegu rómantísku orði eða tveimur.
Eðli hljóðmyndunar við bekkinn er svipað fyrirbæri hvíslunargallerísins í hvelfingu dómkirkju heilags Páls eða í Grand Central lestarstöðinni í New York.
Sjá krækju á upprunalega greinina og fleiri myndir hér :
https://www.eyeonspain.com/blogs/iwonderwhy/20576/the-lovers-bench.aspx
Þýtt, endursagt og staðfært :
Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni