Gleðst ég yfir gullnum sandi.
Grænum sæ og ljósi björtu.
Hleypir stúlka gæðingsgandi.
Gegn um bárur, faxi svörtu.
Sveiflar ess og hneggjar hátt.
Höfði snýr í sólarátt.
Allt er roðið árdagssól.
Yfir fjöllin röðull breiðir.
Dagsins birtu um hæð og hól.
Hellir gulli um lagarleiðir.
Sem gimsteinar hér glitra í lundi.
Glóaldin líkt og skart á sprundi.
Bárur leika listir sínar.
Létt um voga bláa reika.
Tælandi við tærnar mínar.
Tungur þeirra gæla og leika.
Söltin er í sjónum flæða.
Sár og mannameinin græða.
Seglin hvít og sólin heit.
Sigla skútum yfir mar.
Ungir fiskar eru á beit.
Öldum breiðum undir þar.
Sjómenn eru að fleygja færum.
Fyrir borð og netum glærum.
Sólhlífar á ströndu standa.
Stoltar sandinn byggja.
Baðmullardúkar breiðra randa.
Beddum þar á liggja.
Sandinn fötur og skóflur skreyta.
Skemmtun mesta börnum veita.
Pálmarnir vagga vindi í.
Veita oss skuggann sæla.
Silfri varpar sólin hlý.
Á sæ, en bárur kæla.
Öldur upp að ströndu.
Æða frá sjónarröndu.
Ég hoppa af gleði hátt.
Hlátur minn berst með blænum.
Eilíf er sunnanátt.
Í þessum litla bænum.
Og sumarið leikur og syngur.
Við sæinn og hvern sinn fingur.
Ort í Torrevieja 2017.