Morgunverður




Á borðinu karfa með brauði.
Og bolli af rjúkandi kaffi.
Skál með fíkjum og frauði.
En fý skamm, ég er í straffi.
Ég má ekki borða brauð.
Né bragða sykur og smér.
Og alls ekki eplin rauð.
Né annað á boðstólum hér.

Egg og bacon er bannað.
Og baunir útlægar ger.
Læknarnir líta það sannað.
Að laukur sé slæmur og ber.
Geti gert manni steina.
Í gallblöðru og hvað eina.
Að kjöt og fiskur sé fæða.
Sem fárhættulegt sé að snæða.

Allt áfengi eitur er.
Enginn má drekka bjór.
Saltið í súpunni er.
Svakalegt efni og stór –
hættulegt hjartanu mínu.
Sem hangir á blágirni fínu.
Í brjósti sem bærist með trega.
Út af banninu amalega.

Mig dreymir um fitu og flot.
Um fallegar kleinur í potti.
Eins og ástaratlot.
Eru mér franskar bizchotti.
Í kakóið köku ég dýfi.
Og kexið úr hnefa ég stýfi.
Ég þrái að þukla eitt pie.
Með þeyttum rjóma, en æ,

allt er bannað sem gott má gera.
Grindhoraður skal hver einn vera.
Það er tíska og tíðarandi.
Tjúllun sem byggð er á sandi.
Þau ,,vísindi,, velta krónum.
Fyrir velétnum lyfsaladónum.
Og læknarnir leggja þeim lið.
Við að ljúga að fólki með kvið.

Ég brýt þetta bann strax í dag.
Og bæti til muna minn hag.
Læt sykurinn sólgin fljóta.
Í svangan maga, en ljóta,
grænkálið fara til fjandans.
Það fullur sigur er andans.
Og lýk mínum ljúffenga mat.
Sem lostafullt matargat.

                    Ort í Torrevieja 2018.

Loading

Deila: