Ströndin að morgni

Fólk og hundar á ferð
Fljúgandi svölur í lofti blá.
Sandur sem silki að gerð.
Sær með grænslikju á.

Strandkyrrð í morgunmund.
Menn leita að gulli glópa.
Einn fer árla í sund.
Aðrir ströndina sópa.

Svalt er í morgunsár.
Sjór sléttur, engin gár
a, en speglast í sænum sól.
Situr á ströndu kona í stól.

Brátt fyllist af fólki hér.
Fegurðardísum og mönnum.
Gargandi máfager.
Gólar um æti í hrönnum.

Dúfur fá dálítil korn.
Sem detta af borðum þarna.
Hleypur senn fyrir horn.
Hlægandi skari barna.

Sandinn nú, sólin heit.
Sæl vermir hvern einn reit.
Gæfan mest, Guð það veit.
Gamall hér verða í sveit.

                      Ort í Torrevieja 2018.

Loading

Deila: