Smittíðni á Spáni og Íslandi 7. júlí 2022

Ef kortið er skoðað þá er dökkgrái liturinn áberandi í Evrópu og skýr merki um að þörf fyrir prófin hafi minnkað vegna minni veikinda. Má búast við einhverjum sveiflum í þessum greiningum áfram.

Áhættumatið

Nú er tekið tillit til bóluefnastöðu almennings í áhættumati vegna Covid. Formúlan er eftirfarandi:

Áhættumat = (C+C*(100-V)/100)/2

þar sem C er 14 daga smittíðni sjálfstjórnarhéraðsins og V er hlutfall bólusettra sama svæðis. Í neðangreindri töflu er reyndar miðað við bólusetningarhlutfall ríkisins. Ef við setjum inn í formúluna íslensku tölurnar þá eru þær eftirfarandi:

Áhættumat Íslands (1.520+1.520(100-80,59)/100)/2 = 907,516 ≈ 908

Litir kortsins skv. áhættumati:

  • Grænt, ef áhættumatið er lægra en 40;
  • Appelsínugult, ef áhættumatið er lægra en 100 en yfir 40;
  • Rautt, ef áhættumatið er lægra en 300 en yfir 100;
  • Dökkrautt, ef áhættumatið er 300 eða hærra;
  • Dökkgrátt, ef tíðni sýnataka er 600 eða lægri;
  • Grátt, ef það vantar upplýsingar.

Bóluefnapassinn

Þrátt fyrir minni kröfur til ferðamanna um bóluefnapassa að þá er rétt að halda því til haga hvernig hægt er að nálgast hann. Gildistími allra bóluefnapassa á landamærum var styttur úr 12 mánuðum í 9 mánuði 1. febrúar 2022 og er miðað við hvaða dag fólk fékk síðast sprautu. Það kann að vera að þeir verði styttir enn meir þegar frá líður enda er þeim ætlað að ýta við fólki til að þiggja fleiri sprautur. Ferðamenn þurfa að huga að þessu. Hægt er að sækja nýjan bóluefnapassa sem sýnir réttan gildistíma. Ég sótti minn á heilsuvera.is og þar kemur fram nýr gildistími. Sjá mynd.

Hægt er að sækja bóluefnapassann rafrænt og svo er hægt að nálgast hér app til að hlaða niður á símann og athuga hvort hann sé í gildi eður ei. Bóluefnapassanum er ætlað að veita bólusettum frelsi umfram óbólusetta til að sækja t.d. veitingahús, bíó eða leikhús en aðallega til ferðalaga. Aðrir þurfa að framvísa PCR-prófi en þau eru dýr og hafa afar takmarkaða endingu. Vissulega hafa þessar aðgerðir letjandi áhrif á félagslíf fólks í báðum ríkjunum og eru mörgum hvatning til að fara í sprauturnar. Það er því ánægjuefni að Ísland og fleiri ríki (ekki Spánn) hafi aflagt bóluefnapassanum að minnsta kosti um stundarsakir.

Meira gagn en ógagn?

Canadian Covid Care Alliance, samtök með yfir 500 lækna innan sinna vébanda, hefur gefið út skýrslu sem heitir More Harm Than Good og er hægt að nálgast hana á PDF-formi hér. Skýrslan er líka kynnt á rúmlega hálftíma myndbandi sem hægt er að nálgast hér. Independent Fact Checkers gera tvær athugasemdir við skýrsluna en þær báðar eru léttvægar þegar litið er á skýrsluna í heild sinni.

Eflum ónæmiskerfið

Það er ýmislegt sem við getum gert til að efla ónæmiskerfið og slá á sjúkdómseinkenni Covid-19 ef við á annað borð smitumst eða fáum aukaverkanir af sprautunum. Sjá grein um það hér.

Staður Smittíðni %-hlutfall bólusettra Áhættumat Litur
Ísland/Iceland 1520 80,59 907 Dökkrautt
Comunidad de Madrid 845 78,92 511 Dökkrautt
Canarias 818 78,92 495 Dökkrautt
La Rioja 809 78,92 490 Dökkrautt
Ciudad de Melilla 794 78,92 481 Dökkrautt
Galicia 735 78,92 445 Dökkrautt
Castilla y León 711 78,92 430 Dökkrautt
Extremadura 692 78,92 419 Dökkrautt
Cataluña 656 78,92 397 Dökkrautt
Cantabria 638 78,92 386 Dökkrautt
Principado de Asturias 631 78,92 382 Dökkrautt
Ciudad de Ceuta 624 78,92 378 Dökkrautt
País Vasco 614 78,92 372 Dökkrautt
Castilla-La Mancha 579 78,92 351 Dökkrautt
Aragón 565 78,92 342 Dökkrautt
Comunitat Valenciana 524 78,92 317 Dökkgrátt
Comunidad Foral de Navarra 500 78,92 302 Dökkrautt
Illes Balears 452 78,92 274 Rautt
Región de Murcia 387 78,92 234 Rautt
Andalucía 221 78,92 134 Dökkgrátt

Loading

Deila: