Torrevieja er notaleg sólrík borg við Miðjarðarhafið á Hvítu ströndinni (Costa Blanca) í Alicante-héraði í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu. Íbúar eru um 100 þúsund og eru útlendingar um 40%. Mannfjöldinn er um 500 þúsund á sumrin. Nafnið er samsett úr orðunum torre sem þýðir turn og vieja sem þýðir gamall, semsagt Gamli turn.
[su_youtube_advanced url=”https://www.youtube.com/watch?v=kTUuQJoGXQY”]