Raki í USB-tengi símans

Ef það greinist vatn eða raki í USB-tengi símans hættir síminn að hlaða rafhlöðuna. Þetta er öryggisráðstöfun til að vernda símann þinn gegn skemmdum. Ef tækið þitt sýnir vatnsdropatákn ættir þú að slökkva á símanum og þurrka hann. Ef táknið hverfur ekki eftir þurrkun þá geturðu frestað þess að  hreinsa USB skyndiminni símans, notað aðra hleðslusnúru eða reynt að hlaða hann þráðlaust. Náirðu ekki að hlaða símann eftir það með hleðslusnúrunni að þá er væntanlega rakaskynjunin í símanum biluð. 

Samsung hefur birt eftirfarandi myndband til að sýna farsímanotendum hvað þeir geta gert í þessu.

Markmiðið er að hlaða símann með snúrunni en sé það ekki hægt að þá er síminn bilaður.

Algengast er að spjaldið sem sér um rakaskynjun bilar og þarf því að skipta því út fyrir nýtt svo það sé hægt að nota USB-tengi símans með eðlilegum hætti. Myndin er af spjaldi úr Samsung A54.

Eftir langa leit kom í ljós að Top Up í verslunarmiðstöðinni Flamenca Beach í Playa Flamenca gerði við símann fyrir alls 55 Evrur. Þar er gert við allar gerðir farsíma. Fljót og góð þjónusta.

Ef þú þarft á þeim að halda þá er Top Up á Google Maps.

Loading

Deila: