Nýjar umferðarreglur auka öryggi

Akstur á spænskum hraðbrautum verður öruggari á Spáni, þökk sé uppfærslum á 31. grein almennu umferðarreglugerðarinnar, sem tekur gildi í janúar 2025. Reglurnar eru settar til að bæta öryggi og umferðarflæði. Það helsta:

Gervigreind (AI) bjó til myndina.

Vertu á hægri akrein

Í miklum snjó eða hálku verða ökutæki að halda sig á hægri akrein. Vinstri akrein er þá frátekin fyrir neyðarbíla og snjóruðningstæki til að halda vegum hreinum og veita skjóta aðstoð þegar þörf krefur.

Greið leið fyrir neyðarakstur

Ef umferð stöðvast eða rétt skríður áfram, þurfa ökumenn að mynda pláss fyrir neyðarakstur með því að færa ökutæki sín út í kantana. Þar með skapast greið leið í miðjunni fyrir bráðaþjónustu. Ef ekki er farið eftir þessum ákvæðum getur það varðað 200 Evru sekt.

Mótorhjól og vegaxlir

Mótorhjólamenn hafa sérstakt leyfi til að aka vegöxl í umferðarþunga, svo framarlega sem þeir fara ekki yfir 30 km/klst. Þetta hjálpar til við að draga úr þrengslum á sama tíma og það tryggir öryggi þeirra.

Enginn framúrakstur leyfður

Framúrakstur á snævi þöktum hraðbrautum er ekki lengur leyfður. Öll ökutæki verða að halda sig á sömu akrein, þ.e. forðast akreinaflakk og tryggja þannig hnökralaust og öruggara umferðarflæði.

Þessar uppfærslur á reglunum eru hluti af viðleitni Spánar til að laga sig að krefjandi akstursskilyrðum og setja umferðaröryggi í forgang. 

Akið varlega!

Deila: