

Svona kýst þú:
- Framvísar persónuskilríkjum.
- Tekur við kjörseðli, fylgibréfi og umslögum.
- Ferð inn í kjörklefa, skrifar eða stimplar listabókstaf flokks þíns á kjörseðilinn.
- Kjörseðillinn fer í ómerkt umslag sem er lokað og límt aftur.
- Fyllir út fylgibréf með upplýsingum um þig og undirritar það.
- Fylgibréfið og kjörseðilsumslagið eru sett saman í umslag og límt aftur.
- Umslagið er stílað á sýslumann eða kjörstjórn samkvæmt kjörskrá.
- Á bakhlið umslagsins stendur nafn, kennitala og lögheimili kjósandans.
- Atkvæðið sent heim til Íslands.
Munið íslensku skilríkin
(vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini)
Hvar og hvenær?
á Piscina bar í Las Chismosas (Sundlaugarbarnum) verður kosið utan kjörfundar
dagana 20. til 22. nóvember.
Atkvæðagreiðslan fer fram milli klukkan 13:00 og 16:00 alla dagana
á vegum Utanríkisráðuneytisins.
Utanríkisráðuneytið býður kjósendum að flytja atkvæði þeirra til Landskjörstjórnar á Íslandi.
Athygli er vakin á því að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að koma atkvæðum sínum til Íslands kjósi þeir utan auglýstra kjörfunda.