Tekjuleysisvottorð á Spáni

Margur Íslendingurinn hefur fengið póst frá TR og/eða lífeyrissjóðum þar sem farið er fram á annaðhvort spænskt skattframtal eða tekjuleysisvottorð til að fá áframhaldandi greiðslur frá TR og/eða lífeyrissjóðum. Vottorð um tekjuleysi er frekar torsótt á skattstofum landsins. Lögfræðistofur sem hafa aðgang að skattskrá Spánar og getur því gefið út vottorð um tekjur eða tekjuleysi á Spáni gegn gjaldi. Sjálfsagt geta það fleiri sem hafa aðgang að skattskrá Spánar. Ábendingar eru vel þegnar.

Gögn sem þú þarft að sýna eru NIE vottorð ásamt vegabréfi.

NOVALEX – Legal and Fiscal
Calle Joaquín Chapaprieta 2, 2º, Ed. Torre Europa
03180 Torrevieja (Alicante, Spain)
Netfang: in**@**********in.com
Sími: +34 96 572 72 95

Heimasíða: https://novalexspain.com/

Hef fengið ábendingar um að Már Elísson öryggisfulltúi FHS og Fríða Einarsdóttir geta aðstoðað Íslendinga við að verða sér úti um tekjuleysisvottorð og birti því nafnspjöld þeirra hér.

Loading

Annað áhugavert efni:

Deila: