Smittíðni á Spáni 28. október 2021

European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC) heldur úti upplýsingavef um Covid-19 með gagnlegum upplýsingum fyrir fólk á faraldsfæti. Kortið var uppfært 28. október. Samkvæmt eftirfarandi töflu hefur nýgengi innanlandssmita á Íslandi aukist úr 180 í 247. Ísland var sett inn í töfluna til samanburðar við sjálfstjórnarhéruð Spánar. Öll sjálfstjórnarhéruð Spánar mælast með talsvert lægri smittíðni en Ísland. Eitt þeirra er rautt en smittíðnin þar er í lágmarki 75 (á bilinu 75-200) og hlutfallsleg smittíðni af sýnunum er meir en 4%. Tíu sjálfstjórnarhéruð Spánar eru græn, þar á meðal Kanaríeyjar. Smittíðnin í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu var yfir 50 og því appelsínugult ásamt sjö öðrum sjálfstjórnarhéruðum. País Vasco á Norður-Spáni er rautt, með smittíðnina 75 og með hlutfall jákvæðra sýna yfir 4% og endar því rautt.

Sjálfstjórnarhérað 14 daga smittíðni %-hlutfall jákvæðra sýna Litur
Ísland/Iceland 247 2,76 Rautt
Cataluña 77 2,38 Appelsínugult
País Vasco 75 4,16 Rautt
Aragón 73 5,09 Appelsínugult
Comunidad Foral de Navarra 69 2,41 Appelsínugult
Illes Balears 61 2,90 Appelsínugult
Región de Murcia 57 3,02 Appelsínugult
Comunidad de Madrid 55 2,35 Appelsínugult
Castilla-La Mancha 52 3,82 Appelsínugult
Comunitat Valenciana 52 4,37 Appelsínugult
Castilla y León 48 3,14 Grænt
Cantabria 44 1,90 Grænt
Canarias 43 2,45 Grænt
Andalucía 38 2,68 Grænt
Extremadura 37 1,27 Grænt
Principado de Asturias 27 1,33 Grænt
La Rioja 26 1,07 Grænt
Ciudad de Melilla 24 1,08 Grænt
Galicia 16 0,86 Grænt
Ciudad de Ceuta 15 0,73 Grænt

Loading

Deila: