Smittíðni á Spáni 9. desember 2021

European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC) heldur úti upplýsingavef um Covid-19 með gagnlegum upplýsingum fyrir fólk á faraldsfæti. Kortið var uppfært 9. desember. Samkvæmt eftirfarandi töflu er nýgengi innanlandssmita á Íslandi enn yfir 500 sem leiðir til þess að landið er dökkrautt. Ísland var sett inn í töfluna til samanburðar við sjálfstjórnarhéruð Spánar. Öll nema tvö sjálfstjórnarhéraða Spánar mælast áfram með lægri smittíðni en Ísland þótt smitum hafi fjölgað þar talsvert og þau flest rauð. Fimm sjálfstjórnarhéraða Spánar eru núna appelsínugul en græni liturinn sést hvergi. Smit hafa aukist aðeins í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu og á Kanaríeyjum. Tvö sjálfstjórnarhéraðanna er núna með fleiri smit en Ísland. Heilt yfir þá hafa smittölurnar verið aðeins á uppleið. Það hefur leitt til harðari smitvarna t.d. í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu þar sem bóluefnapassinn hefur verið tekinn í notkun á veitingahúsum hafi þeir leyfi fyrir 50 manns eða fleiri.


Sjálfstjórnarhérað 14 daga smittíðni %-hlutfall jákvæðra sýna Litur
Comunidad Foral de Navarra 616 15,37 Dökkrautt
País Vasco 532 7,91 Dökkrautt
Ísland/Iceland 506 4,06 Dökkrautt
Aragón 416 9,16 Rautt
Castilla y León 281 6,89 Rautt
Cataluña 276 3,42 Rautt
Illes Balears 249 3,15 Rautt
Comunitat Valenciana 247 7,04 Rautt
Principado de Asturias 238 4,03 Rautt
Región de Murcia 234 6,25 Rautt
Galicia 234 4,16 Rautt
Ciudad de Melilla 233 8,27 Rautt
La Rioja 215 4,34 Rautt
Cantabria 188 3,53 Appelsínugult
Canarias 173 3,53 Appelsínugult
Comunidad de Madrid 157 3,70 Appelsínugult
Castilla-La Mancha 131 4,52 Rautt
Ciudad de Ceuta 122 1,98 Appelsínugult
Andalucía 110 4,08 Rautt
Extremadura 101 2,57 Appelsínugult

Loading

Deila: