European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC) heldur úti upplýsingavef um Covid-19 með gagnlegum upplýsingum fyrir fólk á faraldsfæti. Kortið var uppfært 23. desember 2021. Samkvæmt eftirfarandi töflu er nýgengi innanlandssmita á Íslandi 617 sem leiðir til þess að landið er dökkrautt. Ísland var sett inn í töfluna til samanburðar við sjálfstjórnarhéruð Spánar. Aðeins þrjú sjálfstjórnarhéruð á Spáni eru með lægri smittíðni en Ísland. Prósentuhlutfall jákvæðra sýna hefur alls staðar hækkað og er Omicron-afbrigðinu að þakka. Það er 70 sinnum meira smitandi en veikindin eru vægari verði á annað borð eftir þeim tekið. Gert er ráð fyrir að um helmingur fullorðinna fái engin einkenni og um 75% yngra fólks.
Jólin eru dökkrauð
Smittíðnin á Kanaríeyjum er nánast sú sama og á Íslandi en 800 í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu. Það hefur leitt til harðari smitvarna t.d. í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu þar sem bóluefnapassinn hefur verið tekinn í notkun á veitingahúsum hafi þeir leyfi fyrir 50 manns eða fleiri. Auk þess er frá og með 24. desember skylt að vera með maska utandyra.
Hægt er að sækja bóluefnapassann rafrænt og svo er hægt að nálgast hér app til að hlaða niður á símann og athuga hvort hann sé í gildi eður ei.
Allir eldri en 12 ára þurfa að framvísa covid-passa frá og með 24. desember
- Á öllum veitingastöðum og börum hvort sem það er inni eða úti
- Í kvikmyndahúsum, fjölnota salarkynnum, sirkusum og hátíðarstöðum þar sem boðið er upp á mat eða drykk á sýningum, athöfnum eða við notkun húsnæðis
- Á tónlistarhátíðum innan- og utandyra þar sem varanleg notkun grímu er ekki framkvæmanleg
- Á líkamsræktarstöðvum þar sem varanleg notkun grímunnar er nauðsynleg og í innisundlaugum
Sjálfstjórnarhérað | 14 daga smittíðni | %-hlutfall jákvæðra sýna | Litur |
Comunidad Foral de Navarra | 1654 | 14,53 | Dökkrautt |
País Vasco | 1319 | 15,40 | Dökkrautt |
Aragón | 1063 | 18,35 | Dökkrautt |
La Rioja | 1039 | 16,56 | Dökkrautt |
Castilla y León | 945 | 17,60 | Dökkrautt |
Ciudad de Ceuta | 893 | 6,72 | Dökkrautt |
Comunitat Valenciana | 800 | 18,67 | Dökkrautt |
Ciudad de Melilla | 784 | 16,02 | Dökkrautt |
Illes Balears | 761 | 12,65 | Dökkrautt |
Región de Murcia | 737 | 14,00 | Dökkrautt |
Comunidad de Madrid | 699 | 14,03 | Dökkrautt |
Cataluña | 697 | 7,12 | Dökkrautt |
Principado de Asturias | 657 | 6,09 | Dökkrautt |
Galicia | 629 | 10,13 | Dökkrautt |
Ísland/Iceland | 617 | 5,13 | Dökkrautt |
Canarias | 598 | 12,64 | Dökkrautt |
Cantabria | 571 | 8,56 | Dökkrautt |
Extremadura | 480 | 8,71 | Rautt |
Andalucía | 436 | 13,80 | Rautt |
Castilla-La Mancha | 369 | 11,19 | Rautt |