Stysta brú í heimi er á Spáni

Þekkt sem „El Marco“ brúin, tengir brúin spænska sveitarfélagið La Codosera (Badajoz) við hið hins portúgalska, Arronches. Í ljósi stærðar, og hversu lítil hún er, er brúin að mestu fyrir gangandi vegfarendur en ekki bíla, þó að tvíhjóladrifin ökutæki geti notað hana líka.

Titill stystu alþjóðabrúar heims er oft ranglega veittur brúnni sem spannar landamæri Bandaríkjanna og Kanada milli Zavikon-eyju og annarrar örsmárrar eyju sem fellur til á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Brú Portúgals og Spánar er að minnsta kosti 4 metrum styttri en hliðstæðan í Norður-Ameríku.

Þrátt fyrir að hún mælist aðeins 3,2 metrar á lengd spannar þessi brú tvö lönd. Þú getur í raun farið frá einu landi til annars í einu hoppi.

Smíði þessarar litlu trébrúar var styrkt af Evrópusambandinu og var hún byggð á fyrsta áratug 21. aldar af verkamönnum bæði frá Spáni og Portúgal, – sitt hvoru megin við lækinn, ef svo má segja.

Þýtt, endursagt og staðfært :

Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi FHS,
félags húseigenda á Spáni

www.fhs.is

Heimild/fleiri myndir:

https://www.eyeonspain.com/blogs/eoscontributers/22787/hop-into-portugal.aspx

Deila: