European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC) heldur úti upplýsingavef um Covid-19 með gagnlegum upplýsingum fyrir fólk á faraldsfæti. Kortið var uppfært 20. janúar 2022. Samkvæmt eftirfarandi töflu er nýgengi innanlandssmita á Íslandi 4.782 og hefur hækkað lítillega frá því fyrir viku síðan. Ísland var sett inn í töfluna til samanburðar við sjálfstjórnarhéruð Spánar. Nú eru sjö sjálfstjórnarhéruð á Spáni með hærri smittíðni en Ísland og þegar tölurnar eru skoðaðar að þá hefur smittíðnin á Íslandi náð jafnvægi. Prósentuhlutfall jákvæðra sýna hefur alls staðar hækkað enda Omicron-afbrigðið bráðsmitandi. Í sjálfstjórnahéraðinu La Roja þá hafa þeir náð þeim merka áfanga að hlutfallið er 130,96% af teknum sýnum, en það á að vera ómögulegt. Fyrst að sú tala fær að standa að þá þurfa lesendur að gera ráð fyrir að þetta háa hlutfall sé tilkomið vegna endurskoðunar á fyrr tölu. Omicron-afbrigðið er einkennandi fyrir smitin bæði á Spáni og Íslandi og veikindin í kjölfarið eru mun vægari verði á annað borð eftir þeim tekið. Gert er ráð fyrir að um helmingur fullorðinna fái engin einkenni og um 75% yngra fólks.
Allir útsettir fyrir smiti
Þótt það komi ekki fram í töflunni að þá eru PCR-prófin að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri á Íslandi en á Spáni. Bóluefnapassinn hefur verið tekinn í notkun á veitingahúsum í Valensíska sjálfstjórnarhéraðinu hafi þeir leyfi fyrir 50 manns eða fleiri. Auk þess er frá og með 24. desember skylt að vera með maska utandyra. Þrátt fyrir bólusetningar og strangari sóttvarnir eru smitin á uppleið enda Omicron-afbrigðið bráðsmitandi. Allir eru útsettir fyrir smiti án tillits til bóluefnastöðu viðkomandi.
Bóluefnapassinn
Hægt er að sækja bóluefnapassann rafrænt og svo er hægt að nálgast hér app til að hlaða niður á símann og athuga hvort hann sé í gildi eður ei. Bóluefnapassinn veitir bólusettum frelsi til að sækja t.d. veitingahús, bíó eða leikhús. Aðrir þurfa að framvísa PCR-prófi en þau bæði kosta og hafa afar takmarkaða endingu. Vissulega hafa þessar aðgerðir letjandi áhrif á félagslíf fólks í báðum ríkjunum.
Allir eldri en 12 ára þurfa að framvísa covid-passa
- Á öllum veitingastöðum og börum hvort sem það er inni eða úti
- Í kvikmyndahúsum, fjölnota salarkynnum, sirkusum og hátíðarstöðum þar sem boðið er upp á mat eða drykk á sýningum, athöfnum eða við notkun húsnæðis
- Á tónlistarhátíðum innan- og utandyra þar sem varanleg notkun grímu er ekki framkvæmanleg
- Á líkamsræktarstöðvum þar sem varanleg notkun grímunnar er nauðsynleg og í innisundlaugum
Meira gagn en ógagn?
Canadian Covid Care Alliance, samtök með yfir 500 lækna innan sinna vébanda, hefur gefið út skýrslu sem heitir More Harm Than Good og er hægt að nálgast hana á PDF-formi hér. Skýrslan er líka kynnt á rúmlega hálftíma myndbandi sem hægt er að nálgast hér. Independent Fact Checkers gera tvær athugasemdir við skýrsluna en þær báðar eru léttvægar þegar litið er á skýrsluna í heild sinni.
Eflum ónæmiskerfið
Það er ýmislegt sem við getum gert til að efla ónæmiskerfið og slá á sjúkdómseinkenni Covid-19 ef við á annað borð smitumst eða fáum aukaverkanir af sprautunum. Sjá grein um það hér.
Sjálfstjórnarhérað | 14 daga smittíðni | %-hlutfall jákvæðra prófa | Litur |
Comunidad Foral de Navarra | 6.400 | 51,65 | Dökkrautt |
La Rioja | 6.266 | 130,96 | Dökkrautt |
País Vasco | 6.186 | 45,64 | Dökkrautt |
Aragón | 5.826 | 54,42 | Dökkrautt |
Ciudad de Ceuta | 5.293 | 28,34 | Dökkrautt |
Región de Murcia | 4.914 | 53,35 | Dökkrautt |
Cataluña | 4.822 | 31,64 | Dökkrautt |
Ísland/Iceland | 4.782 | 14,02 | Dökkrautt |
Castilla y León | 4.724 | 43,43 | Dökkrautt |
Cantabria | 4.246 | 40,45 | Dökkrautt |
Ciudad de Melilla | 4.064 | 65,75 | Dökkrautt |
Extremadura | 3.809 | 35,35 | Dökkrautt |
Principado de Asturias | 3.800 | 38,32 | Dökkrautt |
Comunitat Valenciana | 3.748 | 66,34 | Dökkrautt |
Illes Balears | 3.706 | 35,33 | Dökkrautt |
Galicia | 3.686 | 45,68 | Dökkrautt |
Castilla-La Mancha | 3.560 | 66,42 | Dökkrautt |
Comunidad de Madrid | 3.025 | 44,18 | Dökkrautt |
Canarias | 2.849 | 39,31 | Dökkrautt |
Andalucía | 1.656 | 37,04 | Dökkrautt |