Eigum við að skreppa og skoða vínekru ?

Á fallegum og sólríkum dögum er upplagt að bregða sér í dagstutt ferðalög með vinum og kunningjum til að stytta sér stundir, njóta frelsis, andrýmis og gnægtabrunns Spánar í hvívetna. – Og því kann spurning að vakna ;

Finnst þér gaman af smekkvínum og tapas?

Ásamt hefðbundinni spænskri menningu? Hér er fullkomin heimsókn, og hæfilega langt fyrir okkur Íslendingana á Costa Blanca ströndinni!

Bodegas Faelo í Elche er lítil fjölskylduvíngerð sem býður þér heillandi og vinalega upplifun af sérútbúnum heimsóknum með leiðsögn.

Einnig tilvalin staðsetning fyrir litla hópa með gestgjafanum sem lætur þér líða vel meðan á heimsókn stendur.

Heimsóknin á þessa litlu og vinalegu vínekru mun veita þér innsýn í heillandi sögu þessa fjölskylduvíngarðs. – Síðan er sest niður og slakað á með góðu útsýni til að njóta vínanna, rósavíns, hvítvíns og rauðvíns, með dýrindis staðbundnum spænskum tapas-kræsingum.

Heimsóknin tekur um það bil tvær klukkustundir og kostar aðeins 12 evrur á mann.

ATH! Ferðin tekur aðeins um 40 mín ef valin er leið ÁN TOLLVEGA

Til að panta, hringið í síma 655-856-898 (enskumælandi)

Nánari leiðarlýsing :

https://www.google.com/maps/place/Bodegas+Faelo/@38.2252049,-0.75261,15z/data=!4m5!3m4!1s0x0:0xc3c88571fb34fefb!8m2!3d38.2252049!4d-0.75261

Heimilisfang vínekrunnar Bodega Faelo fyrir GOOGLE MAP:

Camino de los Coves Poligono 3, Partida Matola, 18, 03296 Elche, Alicante

Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi FHS, Félags húseigenda á Spáni

www.fhs.is

Loading

Deila: